Rektor HÍ þjónar pólitík ekki vísindum

Rektor Háskóla Íslands tekur meira mark á sænskum ungling, Grétu Thunberg, en vísindamönnum við Hí þegar hann segir ,,að loft­lags­vá­in er svo stórt vanda­mál að fólk á erfitt með að gera sér um­fang vand­ans í hug­ar­lund." Þökk sé íslenskum vísindamönnum getum við einmitt varið okkur gegn fáfræði rektorsins sem trúir á pólitíkina um manngert veðurfar. 

Áslaug Geirsdóttir prófessor við HÍ er vísindamaður á sviði loftslagssögu jarðarinnar. Ritrýndar vísindagreinar hennar sýna að aldrei hefur verið kaldara á Íslandi en núna. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er einnig vísindamaður við HÍ og fjallar um loftslagsbreytingar. Hún bendir m.a. á að veðuröfgar af náttúrulegum orsökum geta gerst hratt:

Mjög athyglisvert er að breytingin frá síðasta jökulskeiði yfir í tiltölulega milt veðurfar, sem markaði upphaf okkar eigin hlýskeiðs (nútíma) fyrir um 11,7 þúsund árum, gerðist á ótrúlega skömmum tíma, eða einungis 3-50 árum, eftir því hvaða breyta er skoðuð.

Fræði Áslaugar og Árnýjar Erlu kennir Jón Atli rektor HÍ við ,,andskynsemi". Rektorinn er í þjónustu pólitísks rétttrúnaðar en ekki vísinda og fræða. Jón Atli væri maður að meiri ef hann bæðist opinberlega afsökunar á orðum sínum. 


mbl.is Áhyggjuefni hve andskynsemi er útbreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Er ekki "andskynsemi" sama og heimska ?

Haukur Árnason, 28.1.2021 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband