Öryggisnet fyrir sjálfbjarga fólk? Stúdenta? Nei

Öryggisnet í skilningi velferðarsamfélagsins er til að grípa þá sem eru ósjálfbjarga. Fatlaðir, atvinnulausir, langveikir og aldraðir eru dæmi um þjóðfélagshópa sem geta orðið ósjálfbjarga.

Heilbrigður háskólanemi er samkvæmt skilgreiningu ekki ósjálfbjarga. Það skýtur skökku við að lesa eftirfarandi texta frá talsmanni háskólanema:

Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra...

Í sama texta er að finna sjónarmið í ætt við andúð á vinnu, sbr. ,,Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt."

Nei, kæru háskólanemar, hvorki er vinna ,,skammarleg" né á ,,öryggisnet" að vera fyrir fullfrískt fólk á besta aldri. Þessi vælubíll hefði betur ekki farið í akstur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vælukórinn er orðinn svo hávær að forréttindafólk e.o. stúdentar er farið að líta á sig sem fórnarlömb.  

Ragnhildur Kolka, 28.1.2021 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband