Þriðjudagur, 26. janúar 2021
Þrjú ráð við verðbólgu og eitt óráð
Hver og einn getur brugðist skynsamlega við verðbólgunni með þrennum hætti. Í fyrsta lagi að hugga sig við að kaupmáttur jókst á síðasta ári um 3,4 prósent. Í öðru lagi að takmarka útgjöldin, kaupa minna. Í þriðja lagi vinna meira, afla meiri tekna.
Sá sem hugsar svona er skynsemisvera, homo economicus.
Fjórða leiðin er óráð. Kenna krónunni um verðbólgu og kjósa Viðreisn eða Samfylkingu. Sá er hugsar þannig er homo idioticus. Óþarfi að þýða.
Mesta verðbólga í 7 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skömmin er hjá þeim sem hækkuðu verðin í miðri heimskreppu.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2021 kl. 13:35
Hækkaði ekki Bjarni brennivínið að fyrrabragði um áramótin? Var það ekki verðbólguhvetjandi?
Halldór Jónsson, 26.1.2021 kl. 17:21
Það er bara eitt sem er heimskulegra an að kjósa annanhvorn Samfylkingarflokkinn, skiptir ekki máli hvorn, en það er að kjósa Björn Leví eða Pírataflokkinn.Það eru allir búnir að sjá í gegn um Ingu Sæland og hún kemst ekki inn.
Halldór Jónsson, 26.1.2021 kl. 17:23
Já, það var einmitt verðbólguhvetjandi Halldór.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2021 kl. 18:32
Ég hugsa að seðlabankastjóri VG geri bara það nákvæmlega sama og og aðrir krónu seðlabankastjórar Íslands hafa þurft að gera til að bregðast við verðbólgu..hækka vexti...
Helgi Rúnar Jónsson, 26.1.2021 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.