Undarleg frétt um útlend börn á Íslandi

RÚV segir í frétt að útlend börn á Íslandi þurfi meiri aðstoð vegna þroskaskerðingar en íslensk. RÚV segir eftirfarandi:

Árið 2019 voru 30% af öllum tilvísunum allra tilvísana sem bárust greiningarstöðinni vegna barna af erlendum uppruna og hefur þeim fjölgað talsvert undanfarin ár.

Útlendingar á Íslandi eru um tíu prósent af landsmönnum. Ef allt væri með felldu ættu útlensk börn með þroskaskerðingu að vera í líku hlutfalli, tíu prósent. En þau eru þrisvar sinnu fleiri.

Samkvæmt heimasíðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er hlutverk stofnunarinnar að

tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra.

Það þarf að útskýra hvers vegna börn útlendinga á Íslandi þurfa þrisvar sinnum meira á þjónustunni að halda en íslensk börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband