Hæli er ekki heimili - Danir kveikja á perunni

Svokallaðir hælisleitendur eru oft ekki í leit að nýju heimili vegna óbærilegra aðstæðna heima fyrir heldur að þjónustu og/eða starfsmöguleikum sem hælisríkið veitir. Meintir hælisleitendur eru trúir heimkynnum sínum og menningararfleifð og aðlagast illa vestrænum siðum og háttum.

Margvíslegur vandi fylgir stórflutningi fólks milli landa undir formerkjum hælisþjónustu. Aðkomumenn telja sig í fullum rétti að iðka sína trú og siði í viðtökulandinu undir formerkjum fjölmenningarsamfélagsins. Af því leiðir verða þeir ekki hluti af samfélaginu sem veitir hæli enda stendur það ekki til - hæli er ekki heimili. Heimamenn á hinn bóginn horfa upp á samfélag sitt verða sér framandi. Þar sem áður var kunnugleg menning er orðin illskiljanleg fjölmenning.

Danir átta sig á þessu vonum seinna. Er ekki kominn tími til að Íslendingar kveiki á perunni?

 


mbl.is Markmiðið að enginn sæki um hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Helst hefur litið út fyrir að í Evrópu hafi umræða um þessi mál verið bönnuð, hvað skírast hefur þöggun að þessu leiti verið í Þýskalandi og Svíþjóð. Það er því vissulega ágæt að einhver vakni í Danmörku, því að hér er ljóslega stefna stjórnvalda að þagga öll svona mál.

 

Hvað varð tildæmis um Egyptann sem var meinuð landvist hér og sagt að hafa sig á brott. Hann leifði sér að hunsa þau tilmæli í um tvö ár og fékk hér þjónustu og skólavist fyrir krakkana þrátt fyrir að hafa verið vísað úr landi. Svo er átti að hjálpa honum að fara af landi brott þá fór hann í felur með aðstoð einhverra og nokkuð er víst að lögfræðingur hans vissi allt um þetta mál.

 

Þarna eru komnir tveir lögbrjótar, semsagt Egyptinn og aðstoðarmaður hans, og út á þau lögbrot fær hann landvistarleyfi með öllu, semsagt lauk sinnepi og tómatsósu. Hvernig er það með dómsmálaráðherrann sem og aðra ráðherra sem komið hafa að þessu máli og verðlauna hann svo bara fyrir. Og hvað með aðstoðar menn hans þá hann var í felum og lögreglu menn að leita að honum. Ráðherrar, þingmenn sem og embættismenn sem komið hafa að því að þetta fór sem fór, eru svo gersamlega búnir að fyrir gera kosningarétti sínum.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2021 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband