Rósa B., skotárás - helgartryllir Samfó

Rósa Björk var kjörinn á þing fyrir Vinstri græna, gekk í Samfylkinguna og vildi sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Ágústi Ólafi var fórnað fyrir Rósu, héldu menn i morgunsárinu.

Um hádegisbil bárust tvær fréttir úr herbúðum Samfylkingar. Í fyrsta lagi að Rósa B. sækist nú eftir sæti Guðmundar Andra í Kraganum. Í öðru lagi að skotárás hafi verið gerð á bækistöðvar flokksins.

Endurheimtir Ágúst Ólafur sæti sitt? Stendur Guðmundur Andri upp fyrir Rósu B. og þiggur bitling í staðinn? Finnast árásarmennirnir?

Helgartryllir Samfó. Popp og kók í boði ESB.


mbl.is Stefnir á fyrsta sætið í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

coolcoollaughingcoolcool

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.1.2021 kl. 15:24

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta minnir svolítið á það sem gerðist vestur í BNA meðan Biden var að sverja embættiseið sinn sem forseti BNA. Þá voru Antifa meðlimir, hryðjuverkasamtök sem demókratar hafa stutt af dyggð og dáð, að ráðast á skrifstofur demókrata í Portland Origon brutu rúður og ollu skemmdum. Demókratar hafa ekki dirfst að fordæma ofbeldisverk þeirra frekar en fyrri daginn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2021 kl. 15:26

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér finnst lítið til skotfimi samfylkingarmanna koma, hitt er annað mál að þessar nýju "demókratísku" aðferðir þeirra eru óvenju framsæknar. 

Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2021 kl. 15:34

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Tómas, það er auðvitað tár í tómið að eigi við þig orðastað um stjórnmál og staðreyndir. Þú kannt líklega að fylla flokk klára fólksins, sem allt veit. Þá þann sama og höfundur tilheyrir, að mínu mati.

En þú mátt vaða súðir með staðreyndir um það sem gerðist 6. jan sl í höfuðborg USA, það er þitt og hinna kláru sem halda því fram.

Á meðan liggur þessi staðreynd fyrir :http://bit.ly/2LZyVyS

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.1.2021 kl. 19:07

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigfús, Biden gaf sig út fyrir að vera leiðtogi demókrata. Ríkis- og borgarstjórar, þar sem þetta illþýði óð uppi, létu sér þó fátt um finnast þótt hann muldraði eitthvað í barm sér. Talaði bara um blóm og Summer of Love. Síðan er liðið hálft ár og klappliðið í Portland rétt að uppgötva að Antífa er ekki vinur þeirra. 

Og ef einhver ætti ekki að vera að amast út í besservissa þá ert það þú.

p.s. Hefur Rósa Björg nokkuð augastað á sætinu þínu? 

Ragnhildur Kolka, 22.1.2021 kl. 21:16

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Kolka, vel gert hjá þér að svara fyrir Tómas og þá væntanlega ykkur klára fólkið. Hélt reyndar að Tómas vær fær um að svara fyrir sig sjálfan en öðruvíisi mér áður brá.

Gott að þú ræðir Portland. Veit ekki hvort þú hefur verið þar en það hef ég og jú, þar geisuðu mótmæli en í ca 2.5 km í radís frá dómhúsinu austan megin við á.

Þannig að allt hjal eftir Fox og miðil er rímar við flögu er í bezta falli Lundarreykjaldalskjaftæði.

Staðreyndin, sem þið klára fólkið viljið ekki sjá að n.v Forseti USA með 8ö miljónir atkvæða á bak við sig fordæmdi öll ólögleg mótmæli sem þið klára fólkið viljið hossa ykkur á og bætið svo betur í með því að gera þá sem réðust inn í Capitol Hiil og rændu þar og rupluð alla að "vinstri mönnum" og "antífa".

Gimmí a breik.

P.s Rósa Björk er allavega sætari en ég. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.1.2021 kl. 22:17

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sigfús, það sem gerðist 6.jan. hafði það með að gera að nokkrir úr röðum Antifa æstu upp nokkrar veikgeðja sálir og fengu með sér inn í þinghúsið. Það sem vekur furðu er að löggæsla sem er mjög ströng í þessu húsi og þar í kring var nánast ekki sjáanleg. Hvernig ætli standi á því, hvaða undirbúningur hafði farið fram til að gera þeim kleift að fara inn í þinghúsið???

Auðvitað átti að kenna Trump um eins og sjá má, en ekkert er það sem hann sagði í ræðu sinni sem gaf tilefni til innrásar, en ég á ekki von á því að þú hafir hlusta á hann heldur færðu þínar fréttir frá RUV eða CNN. Trump fordæmdi þessar aðgerðir ítrekað og hafa RUV og CNN örugglega ekki fjallað um þeð heldur.

Auðvitað hefur hvorki RUV eða CNN fjallað um og sýnt Antifa mennina sem opinberuðu sig að vera forsprakkar aðgerðanna 6.jan., en vinstrimenn eins og þeir og aðrir kratar er tamt að opinbera sinn innsta mann á ögurstundu og það oftast óvart.

Demókrötum tókst ekki að ákæra Trump í heil fjögur ár þrátt fyrir allt sem þeir lögðu á sig að ljúga og koma fram með ásakanir sem þeir vissu fyrirfram að voru rangar. Nú ætla þeir að halda áfram og í krafti meirihlutans ætla þeir, hvað sem það kostar að ná sér niður á honum fyrir það eitt að hann bar sigur af Hillary 2016.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2021 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband