Engin kreppa á Íslandi

Bankar skila auknum hagnaði, smásöluverslun í byggingavörum gerir það gott og verslunarkeðjur í matvælum og fatnaði bera sig vel. Orðið á götunni er að innlend eftirspurn eftir ferðaþjónustu í sumar sé meiri en nokkru sinni. 

Þótt ekki séu skrifaðar fréttir um það þá er áberandi sterk eftirspurn erlendis frá í sérhæfðari ferðaþjónustu s.s. laxveiðar. Landið liggur þannig að efnaðir ferðamenn og bólusettir kaupa sér þjónustu þar sem gera má ráð fyrir að samfélagið sé starfhæft. Allt stefnir í að Ísland verði starfhæft með tryggum sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli.

Víst er atvinnuleysi i hærri kantinum. En þokkalegar líkur eru á að það jafni sig með vorinu og minna verði um innflutt vinnuafl en á góðæristíma fjöldatúrisma, - sem, vel að merkja, kemur vonandi aldrei aftur.

Ísland er í góðum málum.


mbl.is Stefnir í 6 milljarða hagnað á síðasta ársfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband