Ákærusamfélagið og mannréttindi

Tvær gamlar og áður viðurkenndar reglur réttarríkisins standa höllum fæti á seinni tíð. Sú fyrri er að betra sé að níu sekir gangi lausir fremur en að einn saklaus sé dæmdur. Seinni reglan er að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð, - fyrir dómi.

Almennt er mannréttindum betur borgið séu þessar reglur í heiðri hafðar.

Þessi færsla er skrifuð í tengslum við frávísun héraðsdóms á ákæru á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni. Líkt og aðrir ótengdir málsaðilum veit ég ekkert um málið nema hrafl af því sem kemur fram í fréttum og þjóðfélagsumræðu. 

,,Umræðan" hefur, a.m.k. að hluta, dæmt Jón Baldvin. Ef við skiptum út nafninu Jón Baldvin og setjum inn annað, okkar eigið eða einhvers nákomins, og spyrjum hvort málsmeðferðin á opinberum vettvangi sé sanngjörn eða mannúðleg þá er einboðið að svarið sé nei.

Það er vont að búa í ákærusamfélagi þar sem ásökun jafngildir sakfellingu.

(Svo öllu sé til skila haldið: ég þekki Jón Baldvin ekkert. Á blaðamannsárum mínum talaði ég kannski einu sinni eða tvisvar við hann. Í pólitík hef ég nær alltaf verið ósammála honum).


mbl.is Máli gegn Jóni Baldvin vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Það er eitthvað stuð á þér í dag, enn og aftur nærðu kjarna mála.

"Það er vont að búa í ákærusamfélagi þar sem ásökun jafngildir sakfellingu.".

Þó yfirskynið sé vísan í eitthvað sem góða fólkið telur rétt og sanngjarnt, líkt og unga fólkið sem svaraði ákalli Maó foramanns um svipað réttarfar eða réttarnálgun, þá endar þetta alltaf á einn veg, og rökin þar að baki þurfa ekki að vísa í afleiðingar Menningarbyltingar Maó..

Í skrílræði haturs og ofsókna.

Aumt er það réttarfar sem hefur ekki kjark til að mæta slíku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2021 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband