Þriðjudagur, 5. janúar 2021
Baráttan við báknið, Viðreisn til hægri
Stofnandi og fjárhagslegur bakhjarl Viðreisnar, auðmaðurinn Helgi Magnússon, skrifar breiðsíðu gegn bákninu í Fréttablaðið, sem er málgagn flokksins. Þar segir m.a.
Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi hafa komið sér saman um að nær þrefalda framlög til sín sjálfra. Á fjárlögum 2021 eiga 728 milljónir króna að renna til rekstrar stjórnmálaflokkanna. Auk þess greiðir ríkissjóður laun 28 aðstoðarmanna þingflokkanna. Lengst gengur endaleysan á því sviði hjá þingflokki sem telur tvo þingmenn en hefur þrjá aðstoðarmenn á launum hjá skattgreiðendum!
Gagnrýni Helga á sjálftekt stjórnlyndra úr sjóðum almennings er sígilt stef hægrimanna. Ef lætur að líkum mun Viðreisn taka snarpa hægribeygju á kosningaári og gera óhefta útþenslu ríkisins að meginmáli.
Fái stefnubreytingin hljómgrunn verða aðrir hægriflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, að svara. Og það svar getur ekki orðið annað en að taka undir varnaðarorð um stjórnlausan vöxt opinbera báknsins.
Athugasemdir
Þessi hlið Viðreisnar hefur nú ekki verið mjög áberandi í stjórnun Reykjavíkurborgar.
Ragnhildur Kolka, 5.1.2021 kl. 12:33
Þó ég eigi erfitt með að kyngja því að Viðreisnarpúki segi satt, verð ég að taka undir þessi orð Helga. Bóknið er ofvaxið og þenst út sem blaðra.
Hitt er nokkuð hlálegt, þegar esb sinni telur stjórnkerfið ofvaxið og dýrt. Hann þekkir þá ekki hvernig málum er háttað í fyrirheitna landinu.
Gunnar Heiðarsson, 5.1.2021 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.