Föstudagur, 25. desember 2020
Lögregluæfing í sorg og depurð
Lögreglan er komin í hlutverk sálnahirðis sem raunmæddur leiðbeinir villuráfandi í kófinu og brýnir til sóttvarna. Uppljóstrar eru á hverju strái sem rapportera ólögmætar samkomur þeirra syndugu.
Siðabrot eru samviskusamlega skráð í löggufréttir dagsins sem verða fóður i einelti á samfélagsmiðlum - iðulega með stuðningi fjölmiðla.
Eftir því sem best er vitað sinnir lögreglan starfi sinu af mannúð og sanngirni. Lögreglan ber ekki ábyrgð á eineltinu þótt hún skaffi fóðrið.
Við sem keppumst við að styðja yfirvöld í sóttvörnum verðum þó að vekja athygli á að ekki er heppilegt að lögreglan útvíkki starfssvið sitt og taki að sér sálgæslu samfélagsins og úrskurði í fréttum hverjir séu verðugir og hverjir óverðugir. Við erum mörg Víðir.
Lögreglan þarf að standast freistingu fjölmiðla, uppljóstrara og virkra í athugasemdum að útvega sökudólga til þjóna lund rétttrúnaðarins.
Kófið er undantekningarástand. Í slíku ástandi skríða undan steini miður geðþekkar kenndir mannssálarinnar. Sérhver sálnahirðir ætti að vera meðvitaður um það.
Ég skil þetta bara ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er nú "RAPPORTERA" orðið íslenskt orð??????'
Sigurður I B Guðmundsson, 25.12.2020 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.