Kjánalegt hjá Bjarna, ekkert meira

Fjármálaráðherra stakk inn nefinu í einkapartí sem fór fram úr leyfilegum fjölda m.v. sóttvarnarreglur. Kjánalegt af Bjarna.

En ekkert meira en það.

Pólitískir andstæðingar gera sér mat úr partístandinu. Maður bíður eftir því að Þorgerður Katrín stígi á stokk full vandlætingar.

 


mbl.is Hefði átt að yfirgefa listasafnið strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Páll, fólk sem ekki kann fótum sínum betur forráð á ekkert erindi í ríkisstjórn sama hvar í flokki það stendur. Það besta sem Bjarni gerði vinstra liðinu núna er að sitja sem fastast og veita vinstrinu þannig brautargengi í næstu kosningum. Það er skelfileg tilhugsun.

Örn Gunnlaugsson, 24.12.2020 kl. 13:24

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Kjánalegt 

Nei, ólögleg þáttaka í samkvæmi þar sem sóttvarnalög eru brotin.

Afsögn er lausins hér, sem væri augljóslega það besta fyrir Sjálfsstæðisflokkinn.

Ef formaðurinn kýs að sitja áfram, þá er það það besta fyrir hina flokkana á þingi.

Kjánaskapur hjá höfundi að mæra hér sinn formann í lögbrotsruglinu.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.12.2020 kl. 13:54

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Getur "VARSJÁIN" ekki skorið úr hvort þetta var bara nefbroddurinn sem fór millimetra yfir strikið- skiptir öllu.

Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2020 kl. 13:54

4 Smámynd: Hörður Þormar

Bjarni Benediktsson er ábyggilega góður og hress gæi og kærkominn gestur í fínni samkvæmum.

En velta má fyrir sér hvort manni sem sýnir þennan dómgreindarskort sé treystandi til þess að bera ábyrgð fjármálum þjóðarinnar.

Þar verð ég að taka undir með Loga Einarssyni, því er nú ver og miður.

Hörður Þormar, 24.12.2020 kl. 14:27

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kjánalegt? Já.

Brot á sóttvarnarreglum? Já.

Blaut tuska í andlit þeirra sem verða í einangrun um jólin? Já.

Gleðileg jól.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2020 kl. 14:55

6 Smámynd: Halldór Jónsson

En er hin seki lygamörður  Þórhildur Sunna til þess bær að taka við af Bjarna?Eða Logi Már sem þáið múturnar frá Landsbankanum gmala fyrir Samfylkinguna og skilaði engu meðan Bjarni setti sinn flokk á hausinn með því að skila framlagi frá sama aðila í þágu siðferðis?

Ekki finnst mér þetta fólk til fyrirmyndar umfram  Bjarna eitthvað ruglaðan á kenderíi eins og Reykfjörð Gylfadóttir þar áður

Halldór Jónsson, 24.12.2020 kl. 15:14

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sek um hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2020 kl. 15:28

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Farsælast fyrir flokkinn ef BB segir af sér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.12.2020 kl. 15:39

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Farsælast fyrir alla aðra ef hann gerir það ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2020 kl. 15:40

10 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það veitir vinstrinu brautargengi ef hann stígur ekki til hliðar. Það er skelfileg tilhugsun.

Örn Gunnlaugsson, 24.12.2020 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband