Arabíska vorið tíu ára

Tíu ár eru síðan ungur maður í Túnis, Mohamed Bouazizi, kveikti í sér til að mótmæla spillingu yfirvalda. Íkveikjan hratt af stað mótmælaöldu í múslímaríkjum í Norður-Afríku og miðausturlöndum sem kölluð er arabíska vorið.

Arabíska vorið var kynnt sem lýðræðisvakning. Uppgjöri við ríkjandi þjóðskipulag fylgja blóðsúthellingar heima fyrir og útlend hernaðarafskipti, gerðist bæði í frönsku byltingunni 1789 og þeirri rússnesku 1917.

Sýrlenska borgarastríðið var afleiðing arabíska vorsins. Þar hélt Assad forseti völdum með stuðningi Rússa á meðan Bandaríkin studdu uppreisnarhópa. Í Líbýu tapaði Gadaffi völdum og lífi og landið klofnaði.

Breska útgáfan Guardian stóð fyrir könnun á viðhorfum Araba til pólitíska vorsins fyrir áratug. Almennt finnst fólki lítið sem ekkert hafa áunnist. Frelsi og hagsæld láta á sér standa en spillingin jafn víðtæk og fyrrum.

Franska byltingin og rússneska voru öðrum þræði uppgjör við kaþólska trúarmenningu annars vegar og hins vegar rétttrúnaðarkirkjuna. Trúarmenning löghelgar skipan samfélagsmála. 

Í arabíska vorinu fór lítið fyrir uppgjöri við múslímska trúarmenningu. Klerkaríkið Íran og fjölskylduríkið Sádí-Arabía stóðu keik, og standa enn, hvort fyrir sína útgáfu af íslam, shíta og súnní.

Á meðan trúarmenningin stendur á miðaldastigi er borin von fyrir múslíma að búa sér til samfélag mannréttinda, hagsældar og lýðræðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er alltaf dýrmætara að vísa veginn inn í framtíðina 

heldur en að vera alltaf að flagga öllu því sem að fólk vil ekki.

Ef að það getur verið BARA 1 HEIMAREITUR FYRIR HVÍTA KÓNGINN

á venjulegum skákborðum.

Hvar ætti sá HEIMAREITUR að vera á skákbori raunveruleikans?

Jón Þórhallsson, 20.12.2020 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband