Ekki kaldara á Íslandi i 8000 ár - ný rannsókn

Meðalhiti á Íslandi er 3-4 gráður lægri en síðustu  átta þúsund árin, samkvæmt nýrri rannsókn Áslaugar Geirsdóttir jarðvísindamanns og félaga. Niðurstöður Áslaugar eru stórfréttir í loftslagsumræðunni, sjá hér og hér.

Aðeins í lok 19. aldar var álíka kalt á Íslandi og nú um stundir.

Pólitísk umræða gengur út á hamfarahlýnun. Vísindin segja allt aðra sögu. Fyrr á tíð var hlýrra. Ef maðurinn gæti stjórnað veðrinu, sem hann getur ekki, ætti að snarhækka meðalhita. En Vinstri grænir og alþjóðlegir sálufélagar heimta að við eyðum stórfé í að lækka hitastigið sem þegar er alltof lágt í sögulegu samhengi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú ert of fljótur að efast um hamfarahlýnunina. Það eru nefnilega til aðrar kenningar sem geta skýrt þessa lækkun á meðalhita og ekki eru þær góðar. Það eru kenningarnar um að Golfstraumurinn geti breytt um stefnu vegna bráðnunar jöklanna, og komið af stað nýrri ísöld útaf hlýnuninni. Ekki svo fáir vísindamenn sem halda þessu fram. Maður bara biður að það sé ekki í nánd, en hver veit?

Ingólfur Sigurðsson, 19.12.2020 kl. 19:52

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veit ekki betur en að samkvæmt öllum spálíkönum um hlýnun jarðar sé nú einmitt um að ræða kólnun á Íslandi.

Ísland er nefnilega ekki allur heimurinn (þótt ég reikni ekki með að síðuhafi muni nokkurn tíma skilja það).

Þorsteinn Siglaugsson, 19.12.2020 kl. 20:46

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir er að útskýra hvernig stendur á því að íslenskir jöklar hafi rýrnað síðan 1890.  Þannig hefur mörgum sýnst, en kannski er það blekking.

Ég hef verið með bækistöð til að vera í skammt frá Brúarjökli síðustu tuttug ár og horft á jökulinn fjarlægjast og lækka þennan tíma, en þetta hlýtur bara að vera blekking.   

Einnig þarf að útskýra hvernig í ósköpunum línuritin yfir hitann hér á landi hafa sýnt hækkun hita í það heila tekið síðustu 160 ár. 

Þessi línurit eru byggðar á tölum og gögnum úr veðurathugunum þessi ár, og þessi gögn hljóta þá að vera röng eða fölsuð. 

Að maður tali þá ekki um ljósmyndirnar og mælingarnar á jöklunum og vitnisburði milljóna fólks sem heldur að það hafi séð þá minnka. 

Og þá þarf greinilega að bregðast við þessu eins og Trump lagði strax til við valdatöku sína og reka alla þá núlifandi vísindamenn sem hafa fengið þessar niðurstöður og ráða aðra sem komast að þeirri réttu niðurstöðun að það sé kaldara en verið hefur nokkru sinni í 8000 ár. 

Ómar Ragnarsson, 19.12.2020 kl. 20:58

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Lofthiti ýmist hækkar eða lækkar af náttúrulegum ástæðum. Vísindin kunna ekki betur skil á hegðun veðurkerfa en svo að veðurspár eru ekki gefnar út nema fyrir fimm til sjö daga i senn.

Enginn vísindamaður, sem vill standa undir nafni, getur gefið út kjörhitastig jarðarinnar. Samt stunda Sameinuðu þjóðirnar raðfundi - loftslagsráðstefnur - til að koma í veg fyrir að meðalhiti jarðar hækki um 2-3 gráður. Á miðaldahlýskeiðinu og rómverska hlýskeiðinu var líklega einmitt meðalhiti jarðar um 2-4 gráður hærri en í dag. Mannshöndin kom þar hvergi nærri, eins og gefur að skilja.

Heil hjörð af fólki ólmast undir þeim formerkjum að maðurinn beri ábyrgð á hlýnun jarðar. Það stenst enga skoðun.

Páll Vilhjálmsson, 19.12.2020 kl. 21:21

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Páll.

Ómar horfir bara á nokkur síðustu ár. Honum er fyrirmundað að hugsa 8000 ár til baka. Rómverska hlýskeiðið kom líklega aldrei í hans veröld.

Sólin á víst engan þátt í hitastigi jarðar.35 ára sveiflur Páls Bergþórssonar vigta líklega ekki mikið hjá honum eða Grétu Thunberg. 

Aðeins útblástur vondra kapítalista, vestrænna álvera og slíkt er að eyða jörðinni. Kínverjar sjá um sinn bakgarð með kolakyndingu eins nýs raforkuvers á viku hverri.

Skattleggjum okkur til að kaupa losunarheimildir fyrir Ísland. 

Lifi bóluefnakaupadrottningin Katrín Jakobsdóttir.

Frábært innleg í kosningabaráttuna hjá VG. Nema þetta sé bara allt Trump að kenna. 

Halldór Jónsson, 19.12.2020 kl. 21:37

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ísland er ekki allur heimurinn! Svo? Ert Þú eini gáfumaðurinn sem skilur það Þorsteinn? Landfræðilega breiðir eyjan ekki mikið úr sér en þeim mun stærri er hún talin af auðlindum og góðri legu miðað við það sem hamfarasinnar gera kröfu til að ibuar þess greiði fyrir uppspuna sinn.

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2020 kl. 21:59

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Loftslagsmálin á vegum SÞ, veirufárið á vegum WHO, fjöldagjaldþrot heimila og fyrirtækja, óhemjumikil skuldasöfnun þjóðríkja vegna útdeilinga fjármuna í allar áttir, þó einkum til þeirra sem síst þurfa á að halda, er ofsafenginn hræðsluáróður til að ná að stjórna fólki og fá það til að hlíða fyrirmælum elítunnar sem er að undirbúa það sem koma skal, að þeirra dómi "The Great Reset".

Fólk þarf að fara að vakna upp og átta sig á því að það er eitthvað mikið í gangi, eitthvað sem ekki er tilkomið af einhverri tilviljun heldur áætlun þeirra sem öllu og öllum vilja stjórna. Það sem Hitler tókst ekki með byssum og sprengjum er þetta fólk að takast með heilaþvætti og ótta að vopni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.12.2020 kl. 22:06

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er ég að reyna að segja þeim en litlar undirtektir enn sem komið er.

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2020 kl. 22:20

9 Smámynd: Hörður Þormar

Samkv. kenningunni um gróðurhúsalofttegundir þá á aukinn styrkur þeirra einkum að valda hlýindum á nóttunum, á veturna og á háum breiddargráðum.

Rigningin á Seyðisfirði er sögð vera sú mesta í manna minnum, í svartasta skammdeginu. Hafa gróðurhúsaáhrif eitthvað með hana að gera?

Spyr sá sem ekki veit.

Hörður Þormar, 19.12.2020 kl. 23:46

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Stór eyja gerð úr orðum" Helga. Og orðin eru mestan part bull.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2020 kl. 01:06

11 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Af hverju ætli Kínverjar sýni norðurhveli jarðar vaxandi áhuga?  

Tryggvi L. Skjaldarson, 20.12.2020 kl. 07:12

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig viðtökur þessi vísindamaður fær. Líklega verður henni úthýst hjá mennta og fjölmiðla elítunni. Ekki þarf að ímynda sér að nein efnisleg umræða fari þar fram um rannsóknir hennar, verður einfaldlega dæmd fyrir að vera á "móti".

Gunnar Heiðarsson, 20.12.2020 kl. 09:09

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Dr. Áslaug Geirsdóttir prófessor í jarðfræði við H.Í. er virtur og vel þekktur vísindamaður sem oft er vitnað til.

Sérsvið Áslaugar eru jöklajarðfræði, setlagafræði og fornloftslagsfræði.

Með því að smella á "Published works" neðst á síðu hennar hjá H.Í. má sjá hve einstaklega afkastamikil hún er.

https://www.hi.is/staff/age




Ágúst H Bjarnason, 20.12.2020 kl. 11:30

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 . . . Eða fara beint á þessa síðu:  
https://ugla.hi.is/pub/hi/simaskra/cv_en/f52167c98852.pdf

Ágúst H Bjarnason, 20.12.2020 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband