Unglingar í kófinu, frá staðnámi til fjarnáms

Óvænt niðurstaða könnunar á líðan framhaldsskólanema í farsótt. Í nokkrar vikur komast þeir ekki skólann, stunda fjarnám, og líður tiltölulega vel. Þeir sofa betur og verða síður fyrir einelti, áreitni og ofbeldi. 

Umhugsunarvert. Fréttir segja að unglingum dauðleiðist og foreldrar séu í basli með að halda börnunum sínum sæmilega upplitsdjörfum.

Mannlífið er þannig að fólk þrífst misjafnlega við ólíkar aðstæður. Án efa getur margur unglingurinn ekki beðið eftir að hitta reglulega jafnaldra sína. Aðrir eru giska sáttir að losna undan skólasókn og þroska með sér sjálfstæð vinnubrögð.

Skólaþróun næstu ára breytist við þessi tíðindi, fái þau frekari staðfestingu. Ef vænt hlutfall nemenda kýs fremur fjarnám en staðnám verður óskað eftir framhaldi þegar kófi lýkur.. Kennarar eru komnir með þjálfun og reynslu í fjarkennslu og margur eflaust tilbúinn að halda áfram á þeirri braut.

Þegar saman fer eftirspurn og framboð hljóta skólar að auka fjarnám á kostað staðnáms. Ekki síst þegar ríkið kveikir á sparnaði sem af hlýst. Skólabyggingar binda mikið fjármagn.


mbl.is Sofa betur og upplifa minni kvíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband