Miðvikudagur, 2. desember 2020
Björg, eiginkonan sem varð hæstaréttardómari
Björg Thorarensen gaf gagnrýninni á skipan landsréttardómara faglega þyngd. Björg fór í fjölmiðlaviðtöl og sagði að excel-skjal dómnefndar um hæfni umsækjanda, mælt í prósentubrotum, væri meitlað í stein og mætti ekki hagga. Á þessum tíma var Björg prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiginmaður hennar er Markús Sigurbjörnsson sem var forseti hæstaréttar til október 2019.
Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, vék frá tillögu dómnefndar um skipan dómara í landsrétt til að jafna kynjahalla. Tillaga dómnefndar var með karlaslagsíðu. Björg hafði sig mjög í frammi að gagnrýna jafnréttistilburði Sigríðar og úr varð landsréttarmálið sem nú hefur fengið tvöfalda Spanó-meðferð í Evrópu.
Björg skrifaði Úlfljótsgrein til að færa gagnrýnina í faglegan búning. Skyldi ætla að Björg kæmi núna í fjölmiðla, eftir seinni Spanó-úrskurðinn, að útskýra þau herfilegu mistök sem urðu við skipan landsréttar. En, nei, Björg þegir. Steinþegir.
Í Úlfljótsgreininni skrifar Björg að dómarar eigi að fá hlutdeild í skipun eftirmanna sinna. Orðrétt:
Þykir aðkoma dómara bæði sjálfsögð og nauðsynleg, enda eru þeir best færir um að meta faglega eiginleika umsækjenda sem nýtast í dómarastarfi og eiga hvorki persónulegra né pólitískra hagsmuna að gæta.
Björg, eiginkona Markúsar forseta hæstaréttar, settist í volgt sæti eiginmannsins með skipun fyrir tveim vikum.
Auðvitað eiga fyrrum forsetar hæstaréttar ,,hvorki persónulegra né pólitískra hagsmuna að gæta" að eiginkonur þeirra fái djobbið. Bóndanum er tekið að leiðast og vill komast í digran eftirlaunasjóð sem almenningur stendur undir í góðri trú. Sjálfsagt og eðlilegt að frúin taki við. Þetta er Spanó-lögfræði 101.
Þeir sem hæst kvarta undan spillingu eru vanalega fólkið sem iðar í skinninu að njóta hennar.
Á skjön við íslenskt réttarfar og stjórnskipan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Höfundi er auðvitað frjálst að ólmast eins og hægt er.
Sigríður Andersen er nú dæmd fyrir dómstól sem heldur til haga lágmarksréttindum, alltént í hér í þeim hluta heimsins sem við búum í, þ.e í Evrópu, þó svo að mannréttindi sé ekki alemennt að heilsa í draumaríkjum höfundar, í Rússlandi, Póllandi, Ungverjalandi.
Sigríður sem sagt braut 6.gr mannréttinda og var svo snupruð í Hæstarétti fyrir að nenna ekki að sinna vinnunni sinni.
Hvað gerir höfundur, jú hann hjólar í eigikonu fyrrum forseta Hæstaréttar og n.v Hæstaréttadómara.
Auðvitað var það eina sem höfundar gat gert í stöðunni.
Ekki gat hann varið Sigríði Andersen frekar.
Höfundur er greinilega að master enn frekar aðferðafræði taparans Trump.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.12.2020 kl. 08:35
Spillingarskýrsla.
Lack of pluralism in the interpretation of human rights
One of the reasons why the situation described in this report could be established jolt-free may be due to the fact that the ECHR has already largely adopted the value system of these NGOs, so that it is no longer possible to see conflicts of interest between organizations with broadly the same interests. It is only when the judge does not conform to the dominant ideology that his profile shocks. This explains the recent scandal caused by the election of a Spanish judge because of her Catholic religious convictions. Various progressive and liberal movements blamed her for such convictions as if being catholic was incompatible with the office of judge, to the point that the Socialists and Democrats group in the European Parliament publicly demanded the cancellation of her election. This probably also explains the side-lining, or even the resignation, of some other judges.
The imbalance of the system
The imbalance of the system International and non-governmental organizations form together an ecosystem for the protection of human rights. They are distinct, complementary and interdependent. NGOs are often the eyes and arms "in real life" of "disconnected", blind and armless, bodies. They inform the authorities, introduce appeals, and ensure of the respect of international decisions. Their action is, in most cases, of great use. The authorities, such as the ECHR, are therefore major vectors of the action of these organizations since it is through them that they can act most effectively. As a result, NGOs seek to exert maximum influence within these bodies; the height being to obtain the election of a collaborator as a member of the Court. In this regard, the Open Society Justice Initiative and the International Commission of Jurists have jointly published a long report on the rules and practice of the selection of judges and commissioners in the field of human rights around the world.
As in any ecosystem, for it to be sustainable and virtuous, a balance must be established between the main body (the public bodies) and its complementary bodies (NGOs). The large NGOs mentioned in this report already largely dominate the human rights discourse in civil society. The risk is that this power will extend more directly to international bodies protecting human rights, and in particular to the ECHR. On this point, we can observe that the annual budget allocated by the OSF to its action in Europe is 90 million dollars,87 against 70 million euros88 for the ECHR.
Private actors with no democratic legitimacy
NGOs, just like intermediary bodies, fill the "democratic loophole" of supranational governance, but are not themselves democratic, even if they are generally called "civil society" organizations, as opposed to the authorities. NGOs have no other democratic legitimacy than that conferred on them by their grassroots and members. The values they defend can certainly give them political prestige and ideological legitimacy, but these cannot replace the specificity of popular support. In theory, the more representative an NGO, the more human and financial support it has. But the system is distorted when NGOs owe their existence and funding only to a very limited number of people or institutions. The power of these NGOs then depends less on their representativeness than on their funding and proximity with the bodies they set out to influence. Financial power is then enough to give the illusion of legitimacy. Such organizations, even very active and visible in society, in fact only represent the interests and ideas of their founders and funders, be them public or private. Thus, the organization Interights, which was very active at the ECHR, brutally ceased all activity following the loss of patrons, and lack of real support among the population. Similarly, the Soros foundations in Hungary preferred to move to Austria, after their foreign funding was subject to heavy taxation. Thus, the NGOs with the greatest democratic legitimacy are not necessarily the richest, but they owe their solidity to their rooting within the population.
Influent private actors
The situation described in this report reveals the importance of the presence, and therefore of the potential influence, of certain private organizations in the intergovernmental system of protection of human rights, and up to within the ECHR. This influence can take various forms. It can be diffuse, as judges who were first professional activists may have contributed to the judicial activism often attributed to the Court. One may wonder how a professional activist can, overnight, adopt the forma mentis of a magistrate. More specifically, the links between a requesting NGO and judges may, by way of illustration, allow NGOs to informally inform the courts of the introduction of requests, and thus avoid their being subjected to the fate of 95% of requests declared immediately inadmissible after an often summary examination. The influence can also be more extensive. For example, it may happen that the synchronization between local opinion campaigns and the ECHRs decision to make public cases serving this campaign is such that one may question its fortuitous nature. This is currently the case, for example, with regard to Poland, in terms of "LGBT and reproductive rights". In addition, as in any human group, personal ties and affinities also exist within the Court itself, to the point of contributing to the formation of "clans" and networks of influence.
Benedikt Halldórsson, 2.12.2020 kl. 09:11
Það er andleg leti að gera alltaf ráð fyrir að allt sé í sómanum hjá mannréttindadómstólnum vegna þess að hann er ósýnilegur og fjarlægur. Við þekkjum hinsvegar okkar heimahaga út og inn, kostina og gallana. Í nálægð er engin fullkominn. Eignlega er fátt hallærislegra en þegar menn sem hafa ekki lesið stafkrók um vandamálin í Evrópu telja að Sigríður Andersen hafi verið "rassskellt". Ekkert fjær sanni.
Benedikt Halldórsson, 2.12.2020 kl. 10:03
Bretar voru búnir að fá sig fullsadda af hinum skapandi dómum ECHR. Nú er tæpur mánuður þar til þeir fá dómsvaldið aftur heim.
Ragnhildur Kolka, 2.12.2020 kl. 11:03
Ég fór á heimasíðu MDE til að reyna finna út hvernig þeir skipuðu sína dómara en fann ekkert um það og þá leitaði ég að því hvernig MDE er fjármagnaður en fann heldur ekkert um það
Grímur Kjartansson, 2.12.2020 kl. 12:21
Nú er Kolku að förlast, sem fyrr.
Auðvitað munu Bretar (UK) ekki yfirgefa lögsögu MDE (ECHR) í Strassbourg, sem þeir undirgengust ´98.
UK mun svo aftur fara undan lögsögu dómstóls Evrópusambandsins í Lux, þið munið dómstólinn sem leysti Icesave málið fyrir okkur, þannig sá dómstóll er nú ekki verri en það. UK undirgekkst þann dómstól við inngöngu í ESB ´72.(heimild: https://bit.ly/2VtCSxc)
Má ekki alveg tapa áttum, þó svo að Sigríður Andersen kjósi að gera það, í þessu máli.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.12.2020 kl. 13:00
Allt hringsnýst um Sólina
Benedikt Halldórsson, 2.12.2020 kl. 16:10
Enn þykist besservissinn Sigfús Omar ætla að setja ofan í við mig útaf utgøngu Breta úr EU. Það er þá eins gott að hann fái að vita að binding Bretar við ECHR verður aðeins þegar þeir eru að framfylgja ESB løgum. Erlendir glæpamenn, dæmdir af breskum dómstólum geta ekki leitað til ECHR um eilífðar víst í Bretlandi í framtíðinni. Breskir dómstólar munu þá fara að breskum løgum.
Ragnhildur Kolka, 2.12.2020 kl. 17:07
Í fréttum RÚV var sagt að Evrópudómstóllinn væri að senda skýr skilaboð, að pólitík væri ekki liðinn! Er ekki betra að þingmenn sem eru kosnir af kjósendum til setu á Alþingi, hafi eitthvað um það að segja þegar velja skal hæfa dómara. Evrópudómstólinn er sjálfur í bullandi pólitík sem er jafnvel kostuð af einkaaðilum sem engin kaus, ekki frekar en ósýnilegir búrakratar sem engin þekkir og eru kallaðir "sérfræðingar" sem engum eru háðir nema sinni klíku.
Það er augljóst undir hvaða áhrifum margir þingmenn eru:
"The Open Society Foundation has established itself as the most influential organization in this area. Through its policy of founding and funding other organizations, it has placed itself at the top of an important network of NGOs. The goals and actions of the OSF have aroused as much enthusiasm as concern and questions. In addition to its geopolitical actions, the OSF militates and finances initiatives in favour, for example, of freedom of expression, of the education of the Roma people, as well as of the liberalization of drugs, of prostitution, of abortion, of LGBT behaviours, or the rights of refugees and minorities. Within the OSF network, the Open Society Justice Initiative specializes in strategic litigation. This organization, like a few others, can act simultaneously before all the international bodies where the law is developed, and thus can implement global strategies for the assertion of new international standards." Heimild
Benedikt Halldórsson, 2.12.2020 kl. 20:13
Kemur ekki Sjálfstæðiskonan með allt niðrum sig, aftur, eins og vinkona hennar Andersen.
Kjósi UK þingið að fara ekki eftir þeim lögum/dómum sem ECHR dæmir í, í málefnum UK, þarf UK þingið útbúa sérlög um slíkt.
Þannig er UK löggjafinn og þá um leið þjóðin bundin af dómum ECHR.
Þetta veit Sjálfsstæðiskonan og aðrir eins.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.12.2020 kl. 20:44
Það er svolítið erfið spurning hvernig standa eigi að skipan dómara. Markmiðið er að ávallt sé hæfasti aðilinn skipaður. En hver á að dæma um það? Í Landsréttarmálinu var umsækjendum raðað af hæfnisnefnd, og röðinni réð örlítill munur á metinni hæfni, munur sem í mörgum tilfellum var ekki einu sinni tölfræðilega marktækur. Ráðherra var síðan ætlað að staðfesta þessa röðun. Síðan hefur hins vegar verið horfið frá því að beita slíkri röðun.
Í Landsréttarmálinu lá fyrir að ekki var stuðningur við lista hæfnisnefndarinnar í þinginu. Ráðherra þurfti því að breyta listanum.
Sé dómarastéttin sjálf einráð eru auðvitað umtalsverðar líkur á spillingu, enda er stéttin fámenn. Sé framkvæmdavaldið einrátt er líka möguleiki á spillingu. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að allir starfandi lögmenn og dómarar kjósi dómara. Með því felum við valið fólki sem hefur fagþekkingu og sem hefur hagsmuni af að dómarar séu hæfir, og þar sem hópurinn sem velur er nægilega stór til að ólíklegt sé að einhverjir einkahagsmunir ráði för.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.12.2020 kl. 23:27
Ragnhildur Kolka. Þú ruglaðir saman Mannréttindadómstólnum og dómstól Evrópusambandsins. Algjörlega sitt hvor dómstóllinn.
Sigfús Ómar Höskuldsson. Þú ruglaðir saman dómstól Evrópusambandsins og EFTA dómstólnum. Ísland er ekki í Evrópusambandinu.
Grímur Kjartansson. Þú hefur leitað langt yfir skammt og ekki nógu vel. Mannréttindasáttmáli Evrópu er á vef Alþingis á íslensku.
62/1994: Lög um mannréttindasáttmála Evrópu | Lög | Alþingi
Þar segir í 22. gr.: "Dómararnir skulu kjörnir af [Evrópuráðs]þinginu, af hálfu sérhvers samningsaðila, með meiri hluta greiddra atkvæða af lista með þremur mönnum sem samningsaðili tilnefnir."
Jafnframt segir í 50. gr.: "Evrópuráðið skal standa straum af kostnaði við dómstólinn."
Evrópuráðið er svo aftur fjármagnað af 47 aðildarríkjum þess, í hlutfalli við mannfjölda og þjóðarframleiðslu hvers þeirra.
Council of Europe: Budget
Þetta eru staðreyndirnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2020 kl. 00:06
Þakka þér Guðmundur fyrir að leiðbeina mér um hvað ég er að meina, en staðreyndin er að ég misskildi ekkert. Og ruglaði engu. Að sjálfsögðu verður Bretland ekki undir Evrópudómstólnum eftir Brexit. Taldi óþarfa að taka það fram, en annað gildir um ECHR. Þar til fyrir þremur mánuðum síðan var það ætlun Borisar að taka innflytjenda og hælisleytenda málin undan áhrifavaldi ECHR með sér lagasetningu við útgöngu úr ESB. Það var líka ásetningur Brexitera. Nú eru komnar e-r vöflur á Boris hvað þetta varðar, en málið er ekki endanlega útkljáð. Við verðum bara að bíða til áramóta til að sjá hver endanleg útkoma verður, en þar sem ECHR var eitt af stóru málunum í kosningunum 2016 má búast við að hörðustu útgöngusinnarnir sætti sig illa við að gefa málið eftir. Bretar munu þó ætla að virða dómstólinn líkt og Noregur og Ísland (EU-third country aðild), þ.e. taka tillit til, en ekki undirselja sig.
Ragnhildur Kolka, 3.12.2020 kl. 13:02
ECHR hefur ekkert með ESB að gera. ESB er ekki einu sinni aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2020 kl. 13:37
Það hef ég hvergi sagt Guðmundur. Að þetta skuli koma upp núna ræðst hugsanlega af því að ESB aðildin hafi gert aðild að ECHR að skyldu. Nú, eftir Brexit, geta Bretar ráðið sjálfir skilyrðum sínum og fordæmið er í "thirð country" stöðunni.
Ragnhildur Kolka, 3.12.2020 kl. 14:33
"ESB aðildin hafi gert aðild að ECHR að skyldu"
Nei það gerði hún alls ekki. Þetta er sitt hvor hluturinn.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2020 kl. 18:53
ESB þrýstir þó núna á Breta að gera engar breytingar á stöðunni.
Ragnhildur Kolka, 3.12.2020 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.