Prófessorinn, skríllinn og Dómgreindur

Á alþingi er skríll. Þegar lýðurinn fær aðkomu að stjórnvaldinu fylgir skríllinn. Livíus skrifar um Rómarlýð í árdögum lýðveldisins, múgurinn dæmdi Sókrates til dauða í Aþenu. Í fulltrúalýðræði á götulýðurinn sína fulltrúa á löggjafasamkundunni: Pírata, Samfylkingu og Viðreisn.

Einkenni skrílsins er að hafa eina sannfæringu fyrir hádegi og allt aðra síðdegis en fylgja í blindni þeirri tunnu er hæst bylur í. Annað samkenni margra er að klúður í starfi eða einkalífi er skrifað á reikning samfélagsins. Rennusteinsliðið á þingi er oft með sögu persónulegra vandræða á bakinu en ólmast við að segja okkur hinum hvernig eigi að lifa lífinu. Þriðja sérkennið er fals og hégómi: þriðjungur þingflokks Pírata lýgur upp á sig háskólagráðum. Í stuttu máli, fólk án sjálfsvirðingar sem er ófært að sýna virðingu samfélaginu er fóstrar það. Ísland er ónýtt, kyrjar holræsakórinn.

Í upphafi landsréttarmálsins 2017 lét skríllinn til sín taka á alþingi og bjó til samsæriskenningu um að móðurflokkur íslenskra stjórnmála, Sjálfstæðisflokkurinn, stæði fyrir atlögu að réttarríkinu. Samsæriskenningin var úr lausu lofti gripin, eins og þær eru jafnan. Þáverandi dómsmálaráðherra var aðeins að leiðrétta kynjahalla á tilnefningu dómnefndar. 

Prófessor í stjórnskipun við Háskóla Íslands tók upp á því að framleiða skotfæri fyrir götustráka og stelpur með ,,faglegum" álitsgerðum í ræðu og riti. Hvað prófessor gekk til er á huldu (með litum staf). Líklegt þó að hann hafi vegna fjölskyldu og tengsla í dómarakreðsum talið snjallt að gera bandalag við lýðinn og koma höggi á dómsmálaráðherra er ekki lét vel að stjórn.

Víkur þá sögunni að stjörnulögmanni, sem afhjúpaður var sem ritþjófur í laganámi, og gengur með minnimáttarkomplex, er bæði lágvaxinn og lítilsigldur en hégómlegur fram úr hófi. Hann ákvað að kæra dómsmál, sem hann tapaði fyrir landsrétti, til MDE í Evrópu. (Þúsund ára ríkið er röð skammstafa, sbr. GRU, STASI, NKVD, ESB og GESTAPO).

Í MDE var fyrir á fleti Dómgreindur frá Íslandi, æskuvinur stjörnulögmannsins. Þeir kokkuðu saman lagatexta í anda lögin-banna-ekki-að-hengja-bakara-fyrir-smið. Útkoma félaganna var að rangur dómari felldi réttan dóm í landsrétti. Heima á Íslandi varð úlfaþytur. Dómsmálaráðherra glataði embættinu og ríkisstjórnin riðaði til falls, eins og til var stofnað af skrílnum.

Stjörnulögmaðurinn var borinn á höndum skrílsins og rénaði minnimáttarkomplexinn um hríð en hégómi óx. Hann opinberaði að sofa í náttfötum úr silki. Óekta fólk skreytir sig gjarnan falslausum efnum. Þau er hægt að kaupa. Velgengnin steig Dómgreindi til höfuðs. Gerðist hann gistivinur Erdógan í Tyrklandi, flutti heiðursræðu um mannréttindin í landi þar sem þau engin eru. Spangól í eyðimörkinni heitir það víst þar syðra.

Prófessorinn á Íslandi, sá er skaffaði skrílnum skotfærin, innheimti greiðann hjá dómarakreðsunni, og naut fjölskyldutengsla, til að komast í feitt embætti. Björg dregur þar í bú skrílræðisins. Efst situr hænan sjálf á mykjuhaug - sem einu sinni var íslenska réttarkerfið. 


mbl.is Dómstóllinn sitji á þeirri hillu sem hann á heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Alltaf jafn gaman að þér þegar þú skammast í Pírötum og Samfylkingunni en finnst ómaklegt að draga flokk Samtaka Atvinnulífsins inní þá samlíkingu.

Góð lýsing hjá þér á skrílræði en þú veist mæta vel að það vantar einn hlekk inní þá lýsingu sem er lýðskrumarinn sem gerði út á skrílinn.

Hann spilaði á tilfinningar fólks, æsti upp heimsku þess og fáfræði, hann hefði til dæmis afgreitt dæmt lögbrot ráðherra með því að grafa upp einhver fjölskyldtengsl og slá því síðan fram að einhver prófsvindlari hefði eina elstu og virtustu stofnun Evrópuráðsins, Mannréttindadómstól Evrópu í vasanum og gæti pantað dóma þaðan í einhverjum persónulegum vígaferlum á skeri langt norður í ballarhafi.

Það fyrra höfðar til lægsta hvata fólks, það seinna það heimskt að það hlýtur að ganga í skrílinn.

Svo fer lýðskrumarinn rangt með staðreyndir, en gerir þær trúverðugar með einhverju sem næstu því gæti verið satt, til dæmis með því að vísa í röksemdina um kynjahalla.

Stóri gallinn við þá kenningu er að það var ekki minnst á slík sjónarmið í reglugerðinni sem hæfnisnefnd þurfti að vinna eftir, líkleg skýring er að þáverandi dómsmálaráðherra lagðist gegn því þegar lögin voru endurskoðuð 2017.

Annar galli er að ráðherra tók út 4 karla, en setti aðeins inn 2 konur, þar með er brottfall hinna tveggja óskiljanlegt.  Þá reikna með ég að lýðskrumarinn sem vill viðhalda tökum sínum á skrílnum, skjóti því að hið óskiljanlega sé þá útskýrt með dómarareynslu en þá er óskiljanlegt af hverju reyndasti dómarinn á lista hæfnisnefndar, Jón Höskuldsson var tekinn út.

En eins og þú veist Páll, þá er lýðskrumaranum alveg sama með svona galla, hann treystir jú á skrílinn.

En þetta er bara svona fræðileg pæling til að fylla upp í annan góðan pistil um skríl og skrílflokka en varðandi þá eftirá vörn Sigríðar að hún hafi breytt mati hæfnisnefndar út frá kynjasjónarmiðum og dómarareynslu, sem er alveg sjónarmið þó hún hefði laganna vegna átt að taka það fram í reglugerð sinni og erindisbréfi hæfnisnefndar, þá sagðist hún um leið hafa haft hæfnismat hæfninefndarinnar til hliðsjónar að öðru leiti.

Það skýrir aðeins skipan Arnfríðar og Ásmunds, aðrir voru ofar í goggunarröðinni en hin 2.

En kjarninn er samt sá að ráðherra verður að fara að lögum.  Um það á ekki að vera hægt að gera ágreining, jafnvel skríllinn hlýtur að skilja það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2020 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband