Mánudagur, 30. nóvember 2020
Ekki samdráttur þegar vertíð lýkur
Síðustu ár er vertíð í ferðamennsku. Tvær milljónir ferðamanna, plús mínus, heimsóttu okkur árlega og vinnuafl var flutt í stórum stíl til landsins til að bjarga verðmætum. Innviðir landsins og hagkerfi þoldu illa álagið og eitthvað varð undan að láta.
Kínaveiran tók af okkur ómakið og kippti hagkerfinu niður á jörðina. Dómsdagsrugl í atvinnumálum var leiðrétt í einni svipan.
Við köllum það hvorki kreppu né samdrátt þegar vertíð lýkur. Ef allir komast heilir frá er það guðs blessun.
Samdrátturinn miklu meiri á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæfilegur ferðamannafjöldi á ári er um hálf milljón, fyrir utan ráðstefnugesti sem eingöngu heimsækja höfuðborgina.
Tvær milljónir sem dreifast um allt land kosta of mikið auk þess að skemma fyrir upplifun þeirra af landinu.
Kolbrún Hilmars, 30.11.2020 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.