Tobba Kata níðist á krónunni - aftur

Íslenska krónan ber ábyrgð á kreppunni vegna Kínaveirunnar, segir formaður Viðreisnar efnislega.

Í Evrópu er engin verðbólga eins og hér á Íslandi, kemur úr koki Tobbu Kötu.

Formaðurinn veit ekki, eða þykist ekki vita, að Evrópu glímir við verðhjöðnun, sem er margfalt verri en verðbólga. Allir sem eitthvað kunna í hagfræði, lögverndaðir eða ekki, vita þetta.

Tobba Kata kann ekki hagfræði og heldur ekki einföldustu atriði um áhrif Kínaveirunnar á eftirspurn í ferðaþjónustu - sem kemur krónunni nákvæmlega ekkert við.

En Tobba Kata kann að spila golf, ójá, enda hvorki verðbólga né verðhjöðnun á vellinum í Hveragerði. Ónei, sei, sei.


mbl.is Eina þjóðin í Evrópu sem upplifir verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ummæli ÞKG og líka fyrrum formans Viðreisnar benda til æ meiri örvæntingar þar á bæ, það er eins og þau geti bara ekki fundið neitt málefni sem kemur þeim yfir 5% múrinn eftir næstu kosningar.

Annað hvort er Viðreisnarbólan endalega sprungin eða allt loft farið úr henni eftir að ÞKG hrifsaði þar öll völd og hrakti þá í burtu sem í upphafi blésu í belgin

Grímur Kjartansson, 26.11.2020 kl. 15:36

2 Smámynd: Loncexter

Krónan er góð og verður betri.

Loncexter, 26.11.2020 kl. 16:20

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fólk sem talar krónuna niður til þess eins að fá okkur til að ganga í ESB á sér ekki viðreisnar von í næstu kosningum.

Benedikt Halldórsson, 26.11.2020 kl. 21:18

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Segir Píratinn.

En góður Páll, ordur til þín að standa vaktina.

En ef þú værir ekki alltaf svona kurteis, þá gætir þú spurt, kurteislega, hvort það sé til þarna fólk úti, sem trúir þessari altumliggjandi heimsku sem Þorgerður Katrín tjáði, sem hún veit að er heimsk, en treystir á að þarna úti sé til fólk sem er svo heimskt að trúa þeirri heimsku sem hún bar á borð þess.

Það er Páll, þú gast spurt hvort hún hefði rétt fyrir sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2020 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband