Ekkert fullnægir Loga - nema völd

Formaður Samfylkingar segist vera ánægður með nýjar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar en þær séu ,,ekki fullnægjandi."

Til að fullnægja Loga hefðu aðgerðirnar átt að koma fram síðast liðið vor.

Hængurinn á málflutningi Loga er að í vor var þriðja bylgja farsóttarinnar ekki skollin á. Í vor og sumar nutu landsmenn lífsins tiltölulega sóttfríir. Þriðja bylgjan skall á í haust. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miðast við ástandið eins og það er núna, ekki eins og það var fyrir hálfu ári.

Formaðurinn er allt þrennt: ófullnægður, áttavilltur og án tímaskyns.

Eina sem fullnægir Loga er að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn fái ríkisstjórnarvald. En það yrði mjög ófullnægjandi fyrir þjóðina.


mbl.is Ekki nóg gert, en þó skref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Páll, með allri þeirri virðingu sem ég á fyrir þér sem höfundi.....

Þú ert ekki þjóðin.

Kannski sem betur fer !

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.11.2020 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband