Ísland er einbúi (staðfest)

Einbúi er algengasta örnefnið hér á landi, samkvæmt Landmælingum Íslands. Örnefni hljóta að einhverju marki lýsa hugarþeli samfélagsins þar sem þau verða til.

Elstu sögur herma að landnámsmenn tóku sér stórt land til ábúðar, gáfu vinum og vandamönnum skika hér og hvar en alla þó í hæfilegri fjarlægð.

Einbúarnir vildu ekkert þéttbýli, gerðu t.a.m. sérstaka samþykkt árið 1490, Píningsdóm, sem girti fyrir vetursetu útlendinga og þar þorpsmyndun.

Þegar einboðið var að þjóðin héldi ekki í við lífskjör nágrannaþjóða nema með útgerð var fallist með semingi á illa nauðsyn og einbúinn sættist á margbýli - með skilyrði um séreign.


mbl.is Þetta eru algengustu örnefni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Getur einhver staður heitið "einbúi?"

Maður hefði haldið að það orð vísaði meira í  ÁSTAND 

yfir mann sem að byggi einn

og væri óheppilegt orð yfir stað /örnefni.

Jón Þórhallsson, 18.11.2020 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband