Laugardagur, 14. nóvember 2020
Farsótt, dauði og kreppa
Samfélög eru í spennitreyju vegna Kínaveirunnar. Í einn stað vofir yfir ótímabær dauði tiltölulega fárra, langvinn veikindi nokkru fleiri og álag á heilbrigðiskerfi sem fær þau til að kikna, sum hver. Í annan stað efnahagskreppa sem hlýst af víðtækum lokunum samfélaga.
Allur þorri ríkja á vesturlöndum, ef ekki öll, fara þá leið að bæla veiruna með takmörkunum/lokunum á samfélagslegri starfsemi.
Skýringin er sú að skyldur ríkisvaldsins við líf og heilsu borgaranna gengur framar ræktarsemi við félags- og efnahagskerfið.
Andstæðingar þessarar nálgunar vekja athygli á félagslegum og efnahagslegum kostnaði sóttvarna. En þeim hefur ekki tekist að sýna fram á að sá kostnaður sé meiri en líf og heilsa þeirra tiltölulega fáu, sem fyrirsjáanlega ættu um sárt að binda við vægar eða engar sóttvarnir.
Veikindi og dauði koma fyrr fram en félagslegar og efnahagslegar afleiðingar sóttvarna. Þar liggur hundurinn grafinn.
Herða takmarkanir víða í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.