Fimmtudagur, 12. nóvember 2020
Þorgerður Katrín enn á golfvellinum - núna í Póllandi
Formaður Viðreisnar lætur ógert það sem ber að gera, borga skuldir sínar; gerir það sem á ekki að gera, spila golf í blóra við sóttvarnarreglur, og blanda því saman sem er aðskilið, íslenskum málefnum og pólskum.
Hvort pólsk yfirvöld hafa þessa eða hina regluna um fóstureyðingar er ekki íslenskt málefni. Íslenskir þingmenn eiga ekkert tilkall til að skipta sér af pólskum, grænlenskum eða norskum innanríkismálum.
Hvernig væri nú að Þorgerður Katrín gerði það sem hún á að gera, léti ógert það sem ekki ber að gera og kveikti á þeirri staðreynd að hún er umboðslaus í innanríkismálum erlendra ríkja.
Sakaði Þorgerði Katrínu um þvætting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðir verða að fá að taka út sinn "þroska" á þeim hraða sem kjósendum sýnist, án ofurþrýsting frá fólki langt, langt í burtu sem þekkir ekki aðstæður. En það er nóg af dómgreindarlausu fólki sem hefur ekki einu sinni vit fyrir sjálfu sér, en telur sig vita hvað öðrum er fyrir bestu! Kannski eiga pólverjar eftir að taka út sitt 2007 blómaskeið, með hruni, og kannski mun einhver pólskur stjórnmálamaður ekki borga skuldir sínar og fara að skipta sér af málum og setja íslenska ráðherra í þumalskrúfu svo að þeir láti undan vilja "alþjóðasamfélagsins".
Benedikt Halldórsson, 12.11.2020 kl. 12:56
Vil Þorgerður Katrín endilega halda á lofti kaþólskri trú?
Vandinn leggur kannski mest í kaþólskunni sem er hvað ströngust í þessum málum og þá sérstaklega í Póllandi.
Síðast þegar að ég vissi að þá var Þorgerður Katrín kaþólsk.
Gæti þá kanski verið ráð hjá Þorgerði og t.d. konum í Póllandi
að skipta yfir í Lútherska trú?
Jón Þórhallsson, 12.11.2020 kl. 12:59
En það sama gildir um ríkisstjórn og forseta sem hlupu á sig með því að óska Biden til hamingju með forsetaembætti sem hann var ekki búin að fá. Fáfræði "alþjóðasamfélasins" er hættulegt. Fólk þekkir aðeins sína heimahaga vel en lætur unda eilífum þrýstingi að skipta sér af málum sem það þekkir ekki, sem endar með því, að allar þjóðir verða fjarstýrðar af fólki sem ekkert veit í sinn haus.
Benedikt Halldórsson, 12.11.2020 kl. 13:25
Held að hún slái hvorki "holu í höggi" hérlendis né erlendis!
Sigurður I B Guðmundsson, 12.11.2020 kl. 16:26
Í heiminum eru 195 lönd. Það er erfitt að setja sig inn í allt sem er að gerast í öllum löndum. Áður en fólk stekkur á vandlætingarvagninn til að auglýsa "frjálslyndi" sitt og "víðsýni" er ágætt að kíkja á landakort.
Benedikt Halldórsson, 12.11.2020 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.