Miðvikudagur, 4. nóvember 2020
Alþýðuforinginn Trump
Repúblíkanaflokkurinn var fyrir daga Trump pólitískur flokkur forstjóra og atvinnurekenda. Trump 2016 og 2020 breytir flokknum í stjórnmálasamtök alþýðuunnar. Hann skorar stórt meðal ófaglærðra í iðnaðarhéruðum, meðal kjósenda úr röðum þjónustufólks í stórborgum og verkafólks í dreifðum byggðum.
Frjálslyndir fjölmiðlar kynna Trump sem mesta rasista sögunnar, frá Dolla austurríska að telja, en mildingurinn tekur atkvæði rómanskra í tonnavís; þannig sigraði hann í Flórída.
Á talandi stundu eru meiri líkur á að Trump tapi en sigri. Alþýðuforinginn getur gengið hnarreistur frá borði með fallega spúsu klædda í Gucci.
Melania Trump kaus í kjól frá Gucci | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já og tískufyrirtækin sem gáfu út á fyrsta ári framboðs og sigurs Trumps,að þau myndu alls ekki hanna fyir hana eða selja nokkurt dress "ever". Eitt af spaugilegu yfirlýsingu andstæðinga Donalds Trump,sá hlær best sem síðast hlær.
Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2020 kl. 15:08
Sósíalismi, femínismi og "identity politic" töpuðu stórt.
Fólk hugsar fyrst og fremst um afkomu sína og atvinnu. Að sjálfsögðu vill það öryggi, lög og reglur til að geta komið börnum sínum til manns.
Kjósendur treysta ekki pólitík sem otar fólki saman, konum gegn körlum, lituðum gegn hvítum. Þeir vita á bakvið grímu jafnaðar og réttlætis er skrímsli einræðis og ofbeldis sem fyrir örstuttu okkur tókst að losna undan - við illan leik.
Margir demókratar (eins og flestir til hægri) óttast nasisma og hverskonar ofurvald yfirstéttar sem aldrei er treystandi og kusu því Trump.
Benedikt Halldórsson, 4.11.2020 kl. 17:21
Flestir í bandaríkjunum vilja frjálst framtak duglegra einstaklinga sem langflestir eru í bullandi samkeppni en flestir hafa ógeð á ofurríkum bullum sem múta út og suður. Sem láta sem þeir eigi heimin, vanvirða lýðræði og vilja almennings með óreiðu og þoku. Fólk er ekki skini skroppið. Það sér. Spilling glóbalismans blasir við öllu fólki sem dregur andann.
Benedikt Halldórsson, 4.11.2020 kl. 18:02
Mesta kraftaverk í 2000 ár. Það fannst poki með 130 þúsund atkvæðum sem öll, hvert eitt og einasta voru merkt Biden.
Benedikt Halldórsson, 4.11.2020 kl. 20:10
Donald Trump, hinn bandaríski Sesar.
Hörður Þormar, 4.11.2020 kl. 20:21
Aha....nú skilur einn áhuga höfundar á Trump og slekti hans.
Höfundur er svona sjóðandi mikið swag fyrir spúsu Trumpsins.
Höfundur er þá spenntur fyrir innflytjendum eftir allt saman.....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.11.2020 kl. 21:37
Það fann einhver skilvís borgari umslag með búnti af peningaseðlum hér í bænum í dag. Þeir voru allir merktir Biden og hafa nú verið taldir.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.11.2020 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.