Trump, valdaelítan og veiran

Bandaríkin eru tveggja flokka ríki. Demókratar og Repúblíkanar, þ.e. ráðandi öfl innan flokkanna, eru sammála í meginatriðum. Frjálslynd alþjóðahyggja þar ráðandi og herská í meira lagi: Írak, Úkraína og Sýrland er meðal afreka hennar á þessari öld.

Utanríkisstefnan er kennd við leðju (blob) og var ekki skemmt þegar Trump fækkaði bandarískum hermönnum í Evrópu.

Í innanríkismálum er meiri meiningarmunur. Þeir frjálslyndu trúa á þriggja, sjö eða níu kynja heimi á meðan þeir íhaldssömu halla sér ýmist að Kristi eða Darwin. Í heimi frjálslyndra er veðurfarið manngert en hægrimenn telja náttúruna ráða ferðinni. Grunnt er á sjálfsfyrirlitningu frjálslyndra, einkum hvítra, en íhaldið er sátt í eigin skinni.

Trump er til hægri en ekki dæmigerður repúblíkani. Árið 2016 var hann maður fólksins í Ameríku meginlandsins. Valdaelítan á strandhéruðin nánast skuldlaus.

Ef það er eitthvað eitt sem fellir Trump verður það Kínaveiran. Það yrði hómerískt að glókollur hristi af sér veiruna prívat og persónulega en verði án embættis á morgun vegna hennar.  

 

 

 


mbl.is Verður það Biden eða Trump?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú hljómarðu eins og Victor Davíð Hansen. 

Ragnhildur Kolka, 3.11.2020 kl. 12:17

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Spurt er: Verður það Biden eða Trump?

Spurningin ætti frekar að vera 

hvor ætti að vinna og af hverju?

Hvor þeirra er líklegri til STANDA VÖRÐ UM KRISTIN GILDI? 

PENCE varaforsti Trumps er t.d. andvígur hjónaböndum samkhynhneigðra

eins og GUÐ/BIBLÍAN eru Í 3.MOS:20:13.

---------------------------------------------------------------------

en ef að ég skil málið rétt að þá ætlar biden að blása til sóknar með Sódómu/gaypride-fánafólki.

Eða hvað?

Jón Þórhallsson, 3.11.2020 kl. 12:41

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Aðal spurningin sema ð mætti vera oftar á lofti er hvort að

franska kosningakerfið myndi henta betur í USA;

=Þannig að fleiri gætu boðið sig fram

sem að væru ekki endilega háðir tveggja-blokka-kerfinu.

Jón Þórhallsson, 3.11.2020 kl. 12:45

4 Smámynd: Jón Árni Bragason

Páll. 

Það er svo margt vitlaust í þessum stutta pistli þínum að það væri langt mál að fara yfir þannig að ég ætla bara að taka eitt fyrir.

Hermönnum USA erlendis fækkaði verulega á tíma Obama og vel er að gáð líka verulega á tíma Clinton upp úr 1990.

Þeim hefur í raun fækkað einni síðustu fjögur ár en mun minna en í tíð Obama.

Það er betra að hafa það sem sannara reynist.  Útslitin munu mjög sennilega sýna það að stanslausar lygar Trump síðustu ár munu ýta honum út úr hvíta húsinu.

Kv  Jón Árni

Where are U.S. active-duty troops deployed? | Pew Research Center

Jón Árni Bragason, 3.11.2020 kl. 15:36

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

white trash

Vinstri sinnað fólk er almennt sjálfhverft. Það fyrirlítur heimska verkafólkið í verksmiðjubæjum sem talar bjagaða ensku og er sama þótt verksmiðjurnar hverfi með atvinnuleysi, eymd og volæði. Google er ekkert að fegra myndina af steríótýpunum sem samsvara fávísum almenningi á Íslandi.

Árið 2016 koma frambjóðandi sem líka var fyrirlitinn, sem líka var álitið nautheimskt og geðveikt hvítt drasl. Í fjögur ár hefur  áróðurinn dunið gegn Trump með hjálp miðlana en samkvæmt þeim hefur annar eins óþverri aldrei gengið um grænar grundir jarðarinnar.

Nema hvað. Verkafólkið fagnar sínum manni Trump eins og þjóðhetju, elstu menn muna ekki eftir öðrum eins fögnuði segir Tucker Carlson C1078.00_04_25_04.Still035 

Trump er fulltrúi breyska fólksins og gæti því unnið. 

Benedikt Halldórsson, 3.11.2020 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband