Góða fólkið, löggan og útgerðin

Síðustu dagar eru samfelld veisla góða fólksins. Fyrst gefst tilefni til að klína rasisma á lögregluna útaf þriggja ára gamalli ljósmynd af barmmerki á lögreglukonu. Núna er það útgerðin sem gerir út þrælaskip og brýtur stanslaust mannréttindi á sjómönnum.

Það má heyra smjattið í hverjum fréttatíma RÚV á fætur öðrum að kaghýða rasista og villimenn.

Fróma góða fólkið fer sátt að sofa eins og faríseinn forðum sem varð betri maður á því að mannorðsmyrða aðra.


mbl.is Raunir skipverja mega ekki endurtaka sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Það er svona mál, ekki að þau eigi sér stað, því það fylgir lífinu, að margt gerist, heldur viðbrögðin við þeim sem afhjúpa innri mann fólks.

Heiðrún Lind er ekki hluti af góða fólkinu, heldur einarður talsmaður íslensks sjávarútvegs.

Og hún segir það sem segja þarf; "Raun­ir þess­ara skip­verja á Júlí­usi Geir­munds­syni mega ekki end­ur­taka sig á ís­lensk­um skip­um".

Hún er jú manneskja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.10.2020 kl. 13:32

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér finnst þessi orð Arnars Hilmarssonar, 21 árs skipverja í viðtali á RÚV, athygliverð:

"Þar sem að skipstjórinn hafði samband við sóttvarnalækni í byrjun túrsins þá tókum við eiginlega því sem sjálfsögðu að þetta væri allt gert í samráði við hann."

Auðvitað hlyti sóttvarnalæknir eða umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum að vita, hafi hann heyrt af öllum þessum veikindum, hvernig réttast væri að breðgast við. Sjálfum fannst Arnari ekki í lagi að haldið væri áfram með svona marga veika.

Látnir vinna veikir segir háseti á COVID–togaranum

Hvað gerðist? Ef allt var gert í samráði við sóttvarnaryfirvöld, getur verið að þau hafi bara sagt skipstjóranum að gefa sk*t í heilsu skipverja og halda bara veiðum og vinnslu áfram á fullum dampi?

Er ekki líklegra að sóttvararnyfirvöld hafi skipað fyrir um að haldið yrði í land og skipstjórinn hafi einfaldlega virt þau tilmæli að vettugi? Hugsanlega í samráði við stjórn Gunnvarar.

Það þarf að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn. Hér er ég ekki sammála Páli um að um enn einar nornaveiðar góða fólksins sé um að ræða.

Theódór Norðkvist, 25.10.2020 kl. 14:33

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hver neyddi láglaunafólkið á Landakoti til að mæta í vinnu veikt?

Grímur Kjartansson, 25.10.2020 kl. 15:52

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Fátt er svo með öllu illt að ekki fylgi ekki e-ð gott.

Það eru vissulegir kostir við að koma hér reglulega við á blogg-svæði höfundar.

#1. Einn getur ávallt stólað á það fá það nýjasta sem er í fréttum hjá ágætu Ríkisútvarpi á þessu blogg-svæði. Höfundur klárlega að nýta sér það sem er í boði fyrir þessar 1458 skitnu krónur á mánuði.

#2. Hér fara aldrei fram "mannorðsmorð" hjá höfundi, er það ekki annars ....? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.10.2020 kl. 17:41

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eftir 10 mán af pestinni eiga sóttvarnaryfirvöld að vita að fólk í áhættuhópi er helst að finna á stofnunum e.o. Landakoti, Reykjalundi og öðrum slíkum. Þríeykið má því vera þakklátt fyrir að netheimar arga og garga út af fílhraustum sjómönnum í stað þess að beina sjónum sínum að því sem úrskeiðis fór á þeirra vakt. Kannski þessi uppákoma verði til að sóttvörnum verði nú beitt með markvissari hætti þar sem þær eiga betur við, þótt ég vilji ekki leggja líf mitt að veði hvað það varðar.

Það er ekki þar með sagt að aðstæður sjómannanna hafi verið boðlegar, en það er vandamál útgerðarinnar.

Ragnhildur Kolka, 25.10.2020 kl. 20:18

6 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mér skilst að það séu sjúkrakassar um borð í öllum skipum.

Væri það þá ekki heppilegt og æskilegt, að hafa glös með lyfjunum, "hydroxychloroquine" og "remdesivir" í sjúkrakössunum, í öllum fiskiskipum, sem dvelja lengi á miðunum.

Ef eitthvað kemur upp, getur þá skipstjórinn ekki haft samband við lækni, og gefið viðeigandi lyf, sammkvæmt ráði læknisins.?

Gæti það ekki leyst málin, í það minnsta í sumum tilfellum.... ég bara spyr.?

Tryggvi Helgason, 26.10.2020 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband