Veiran er rasisti með lífstílsfordóma

Kórónaveiran ræðst af meiri krafti á minnihlutahópa en hvíta. Samkvæmt Mayo-Clinic eru þeldökkir og rómanskir Bandaríkjamenn 4-6 sinnum líklegri til að leggjast inn á spítala vegna COVID-19 en hvítir. Hreinn og klár rasismi.

Vitað er að veiran herjar fremur á þá sem eru í yfirþyngd og lítið fyrir hreyfingu. Veirukvikyndið er þar með einnig fordómafullt gagnvart kviðmjúkum lífstíl.

Umræðunni er ekki lokið hvort veiran sé kínversk hryðjuverkaárás eða náttúrulegur tilbúningur. Ef tilfellið er að Kínamenn séu höfundar verða þeir asísku að svara fyrir. Sé veiran náttúruleg er sköpunarverkið sjálft komið á sakabekk.

Til að bæta gráu ofan á svart er vísindaheimurinn þverklofinn í afstöðu til sóttvarna. Enga hjálp þaðan að fá.

Vandast nú málið fyrir dómstóla að deila út sekt og sýknu í farsóttartíð.


mbl.is Verði fróðlegt að sjá niðurstöðu dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2020 kl. 01:19

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Annars Páll virðist vera lítill munur á þessum svokölluðu "vísindum" núna og á miðöldum.

Kannski er Lars með þetta atriði á hreinu, sem segir að menn með dökka húð eigi að halla sér að lýsistankinum. Ekki veit ég það að minnsta kosti.

Í Frakklandi kom snemma í ljós að reykingamenn urðu helmingi síður veikir af veirunni fengju þeir hana í sig. Þá ofbauð rétttrúnaðarliðinu svo, að bannað var að tala um það. Ég veit ekki hvað tölfræðin segir um það mál núna á áttunda mánuði Wuhanveiru-meðgöngunnar.

En þegar Ítalir byrjuðu að falla þá var lengi reynt að tengja reykingar og velmegunarofþyngd við mannfall eldrihluta Norður-Ítala. En þá kom hins vegar í ljós að þeir reyktu helmingi minna en Þjóðverjar og voru á "Miðjarðarhafsfæði".

Hvað verður það næsta sem poppar upp á massamiðlaskjáinn í þessari framhaldsseríu miðaldafræðanna í dag, er ekki gott að segja.

En menn stóðu sig greinilega betur á miðöldum miðað við forsendur, efni og aðstæður.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2020 kl. 01:55

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En kannski er nóg í bili að viðhafa bara fyrstu reglu Warrens Buffet:

Regla númer eitt: Ekki tapa peningunum (dont lose the money)

Regla númer tvö: Ekki gleyma reglu númer eitt.

=> sem á Wuhanveiru-mannamáli myndi þýða:

Regla númer eitt: Ekki verða veikur.

Regla númer tvö: Ekki gleyma reglu númer eitt.

Er þetta ekki bara nóg í bili?

En það er hins vegar kaldhæðnislegt og ansi merkilegt að skilaboðin frá Kína séu þau að hnattvæðing sé hættuleg. Það er hún nefnilega svo sannarlega. Hér sannast það, svart á hvítu.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2020 kl. 02:15

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fyrirvari:

Athugið: þó svo að ég minnist á D-vítamínskort meðal þeldökkra, þá þýðir það ekki að ég sé að segja að svertingjar eigi að snúa aftur út á akrana.

----------

Virðingarfyllst: Gunnar J. Trump, sunnudagur, 18. október 2020 kl. 02:27:25 e. Kr.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2020 kl. 02:29

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í þessum fjórum (af tuttugu og fjórum) löndum hefur engin dáið vegna veirunnar. íbúar eru samtals 24 milljónir sem þýðir að minnsta kosti 24 milljónir skammtar af bólefni. En það stendur til að bólusetja alla heimsbyggðina og byrja á fátækum. 

    • Salómonseyjar eru eyríki í Suður-Kyrrahafi, austan við Papúu Nýju-Gíneu og norðan við Vanúatú.

    • Erítrea er Austur-Afríku með landamæri að Súdan í vestri, Eþíópíu í suðri og Djibútí í austri.

    • Mongólía er landlukt land í Mið-Asíu sem á landamæri að Rússlandi og Kína.

    • Kambódía er land í Suðaustur-Asíu með landamæri að Taílandi í vestri, Laos í norðri og Víetnam í austri.

    C1078.00_00_47_16.Still023C1078.00_01_13_03.Still022Solomon island

     cabodia

     

    Benedikt Halldórsson, 18.10.2020 kl. 07:47

    6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Vinstrimenn trúðu næstum án undantekninga tröllasögum frá Sovétríkjunum, Benedikt.

    Til að fá út svona sannleika þarf maður að búa við stjórnarfar viðkomandi landa.

    Jafnvel WHO sagði ekki sannleikann um þetta mál og er það til marks um stjórnarfarið sem ríkir innan þeirra stofnunar.

    Kveðja

    Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2020 kl. 07:54

    7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

    Já, ég man þá tíð þegar íslenskir vinstrimenn töldu Sovétríkin fyrirmyndarríki og keyptu viljandi Moskvitch. En "frjálslynda" unga fólkið fannst Sovétríkin og Bandaríkin jafn slæm og vildu að  stórveldin leggðu einhliða niður vopn. Þá kæmist á friður á í heiminum. 

    Benedikt Halldórsson, 18.10.2020 kl. 08:21

    8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

    Það eiginlega vitað í dag að veiran sem veldur Covit 19 er mannanna verk. RNA hennar er að uppistöðu coronaveira sem finnst í leðurblökum en búið er að klippa út nokkur hundruð stafa röð og setja í staðin búta úr coronaveiru sem smitar menn.

    Hinsvegar er líklegt að hún hafi sloppið út fyrir mistök. Sem þýðir þá að þetta er í reynd umhverfisslys sem kínverski kommúnista flokkurinn ber ábyrgð á en ekki hryðjuverk   

    Guðmundur Jónsson, 18.10.2020 kl. 09:42

    9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Dómsmálið sem fréttin vísar til fjallar ekki um neitt af þessu, heldur snýst kjarni þess um eftirfarandi álitaefni:

    Er faraldurinn óviðráðanlegur ytri atburður sem réttlætir vanefndir samninga ("force majeure"), líkt og hryðjuverk, náttúruhamfarir o.fl.?

    Ef já, þá þarf væntanlega einnig að svara því hvort faraldurinn felur í sér óyfirstíganlegri hindrun fyrir því að efna umræddan samning.

    Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2020 kl. 15:07

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband