Stafræna þjóðin: skemmdarverk í þágu málstaðarins

Alnetið og félagsmiðar eru verkfæri til að hanna stafrænan þjóðarvilja. Skipulagður hávaði á félagsmiðlum leiðir til eftirtektar fjölmiðla, sem bera í bakkafullan lækninn, og þá er hafist handa við stafrænar undirskriftir.

Aðgerðahópurinn sem kennir sig við nýju stjórnarskrána er yngsta dæmið um stafrænu þjóðina. Í síðasta mánuði var stafræna þjóðin virkjuð í þágu Bræðralags múslíma sem þurfti að fá inni á Íslandi fyrir útsendara sinn og fjölskyldu.

Aðgerðasinnar framkalla stafrænan þjóðarvilja í þágu málstaðar sem annars fengi ekki áheyrn. Stafræna þjóðin er skemmdarverk á viðurkenndum siðum og háttum og oft einnig á lögum og reglum. Stafræna þjóðin er forstig stjórnleysis.


mbl.is Myndu aldrei hvetja til eignaspjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrr á öldum, áður en lýðræðið var fundið upp, sögðu sterkir kóngar "verði minn vilji". Hinir kóngarnir sögðu líka "verði minn vilji". Kóngarnir tóku ekki i mál að fara í glímu við hvorn annan, heldur fengu listamenn til að yrkja áróður sem endaði með stríði. Sá sem drap flesta sigraði.

Nú er aragrúi "kónga" sem hafa hreiðrað um sig í sjöunda himni í netheimum en hafa sömu markmið og kóngar miðalda, "verði minn vilji" - hér á jörðu sem og í netheimum. Hver og einn er samanlagt viljasterkari en kjósendur. Allir segja "verði minn vilji" en frekar en að drepa hvorn annan herja þeir á almenning og skipta svo "ránsfengnum" á milli sín. 

Það er barist um ekki neitt. Almenningur veit hvorki hvað stendur í þeirri gömlu né þessari "nýju". Af hverju sættir fólk sig ekki við þegar það verður undir í lýðræðisríki. Mikið ofboðslega er allur þessi viljastyrkur og sigurvissa þreytandi.  

Fer engin með æðruleysisbænina lengur. 

Benedikt Halldórsson, 18.10.2020 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband