Fimmtudagur, 15. október 2020
Hægripólitík ókyrrist
Sama daginn er tilkynnt um fjölmiðil á hægri væng stjórnmálanna og pólitískt framboð. Sameiginlegt einkenni fjölmiðla og stjórnmála síðustu ára er hve auðvelt er að koma ár sinni fyrir borð. Inga Sæland er flokkur og Stundin er fjölmiðill. Ekki ætti að lesa of mikið í tilkynningarnar tvær.
Engu að síður. Það er kosningavetur og stakar bárur verða ólgusjór við snögga veðrabreytingu.
Íslenska hægrið er flugmóðurskipið Sjálfstæðisflokkurinn og beitiskipið Miðflokkurinn. Á vinstri kantinum eru síðri för s.s. rekald sjóræningjaskips, kafbáturinn Viðreisn, flöt samfylkingarbytna og vinstri grænn léttbátur.
Vinstrimenn munstra sig á víxl á smáfleyin, eftir byr og væntingum um herfang, á meðan hægrimenn eru sjóliðar ýmist á móðurskipinu eða á dekki beitiskipsins.
Ef duggunum fjölgar á hægrimiðum kvarnast úr áhöfnum stórskipanna.
Ókyrrðin á stjórnborði rúmast í tveim orðum: Íslendingar - útlendingar.
Fjársterkir aðilar koma að nýjum fjölmiðli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfum mun þér ekki veita af kjarnorkuknerri þegar floti framhaldsskólakennara sækir að vegna yfirlýsinga um launakjör. Eigðu góðan dag.
Ragnhildur Kolka, 15.10.2020 kl. 11:09
Takk Ragnhildur, - ég bara mátti til.
Páll Vilhjálmsson, 15.10.2020 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.