Björn Leví er ekki eins og fólk flest

Vandamálið við alþingi er fólkið sem þar situr, skrifar Björn Leví pírati í skoðanagrein í Mogga dagsins. Líklega á hann ekki við sjálfan sig, að eigin sögn með mætingu upp á 163 prósent. 

Nýmæli er að alþingismaður lýsi sjálfan sig ekki eins og fólk flest. Ef pólitík Björns Leví næði fram að ganga yrði að endurskoða drengskaparheiti þingmanna. Björn Levískur eiðstafur myndi hljóma svona:

,,Ég er afbrigðilegur, geng berfættur eins og frelsarinn, skil ekki óskráðar reglur en sver þess dýran eið að mæta stundvíslega á fundi."

 

 


mbl.is „Hámark í eigin þvættingi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Spurningameistarinn spinnur spunavef í Excel sem ætlað er að skýla því að Píratar séu mestu skussarnir og lítur á stjórnarsáttmála sem eitthvað skrautplagg sem ekkert þarf að fara eftir.

Píratar ráða ríkjum í Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði hjá Reykjavíkurborg og í þeirri stjórnsýslueiningu er bruðlað mest með almannfé á Íslandi

Grímur Kjartansson, 12.10.2020 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband