Mánudagur, 5. október 2020
Strákar í kvennaskóla
Grunnskólinn er kvennaskóli. Níu af hverjum tíu kennurum eru konur. Kvenmenning grunnskólans jaðarsetur drengi sem fá þau beinu og óbeinu skilaboð að menntun sé fyrst og fremst fyrir stúlkur.
Kvenlægar hugmyndir eins og ,,yndislestur" gera drengi fráhverfa lestri, sem er grundvöllur alls náms.
Afleiðingarnar blasa við. Drengir koma verr undirbúnir í framhaldsskóla en stúlkur. Munurinn eykst í háskólum, um 70 prósent útskrifaðra eru konur en karlar aðeins 30 prósent.
Þegar annað kynið leggur undir sig menntakerfið blasir við kynjaskekkja í samfélaginu sem er öllum óholl, bæði konum og körlum.
Kynbundinn munur verði kannaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.