RÚV rústar Namibíu

Þróunarhjálp RÚV til Namibíu er að rústa sjávarútvegi landsins. RÚV tók höndum saman við uppljóstrara í hefndarhug og namibísk yfirvöld, sem alræmd eru fyrir spillingu, og bjó þá mynd til að Samherji arðrændi landið.

Herferð RÚV leiddi til þess að alþjóðleg útgerðafyrirtæki telja ekki þjóna hagsmunum sínum að stunda sjávarútveg í Namibíu. Það er aldrei að vita hvenær einhver tekur rúv á viðskiptin og gerir þau glæpsamleg.

Fréttamenn RÚV hljóta að vera ánægðir með framlag sitt til fátæks ríkis í Afríku.


mbl.is Kvótauppboð í Namibíu í vaskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þróunaraðstoð íslendinga við sjávarútveg Namibíu skolað niður. Stundum bitnar  "uppljóstrun" á þeim sem síst skyldi.  Sem betur fer gerðist þetta ekki á Grænhöfðaeyjum - að ég best veit.

Kolbrún Hilmars, 5.10.2020 kl. 12:53

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Hefndaraðgerðir enda sjaldnast vel. 

Ragnhildur Kolka, 5.10.2020 kl. 13:11

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í myndasögum, á RÚV, berjast góðir gegn illum kúgurum sem arðræna kúgaða. Skipt var út nýlendukúgurum sem litu stórt á sig, yfir í vinstri bjargvætti mannkyns, sem ímynda sér að þeir séu að bjarga minnimáttar um heim  allan. 

Benedikt Halldórsson, 5.10.2020 kl. 14:52

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Samt fær Kveikur Edduna og Helgi Seljan. Er það samvizkuleysi eða þurfa menn að verðlauna það sem annars þætti vafasamt? 

Menn þurfa almenna stefnubreytingu í þessum þróunaraðstoðarmálum. Annaðhvort hafa ríkin sig upp af eigin rammleik eða ekki. 

Þessi lærdómur af Kveiksþættinum ætti að verða mörgum dýrmæt lexía.

Ingólfur Sigurðsson, 7.10.2020 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband