Ættbálkastríð í beinni

Ljótustu kappræður forsetaframbjóðenda sögunnar, segir Telegraph um sjónvarpskappræður Trump forseta og Biden áskoranda. Menningarstríðið í Bandaríkjunum er á milli tveggja ættbálka, frjálslyndra og íhaldsmanna. 

Stríðið snýst um hvernig Bandaríkjamenn vilja skilja heiminn. Biden og frjálslyndir boða alþjóðavæddan heim stóra bróður er bjargar syndugum frá eymdarlífi en Trump talar fyrir þeirri stefnu að hver sé sinnar gæfu smiður, einstaklingar sem þjóðir. 

Biden er fulltrúi hjarðarinnar í leit að sannleikanum en Trump er Bjartur í Sumarhúsum.

Félagsmiðlar eru helsti vettvangur ættbálkastríðsins. Þar sækir hver í sitt sakramenti til staðfestingar á réttri trú. Bandaríkin voru stofnuð á tíma landpóstanna, þegar hestar báru orðsendingar á milli manna. Innviðirnir þoldu ljósvakabyltinguna á síðustu öld og borgarastríðið á 19. öld.

Stafræna byltingin ríður Bandaríkjunum ekki að fullu. En hún afhjúpar veikleika lýðræðisins. Nú snöktir hver í sínum bergmálshelli á meðan lýðurinn brennir hús og híbýli í leit að betra lífi.

Bjartur sigrar Biden.  

 

 

 


mbl.is Kosningamartröð samfélagsmiðlanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er ekkert að græða á svona  hana-ati.

Það þarf að skoða 5 stærstu stefnumálimn hjá báðum aðilum

hlið við hlið á pappír í ró og næði.

Ég styð þann sem að gengur lengra

í því að fordæma hjónabönd samkynhneigðra opinberlega.

Jón Þórhallsson, 30.9.2020 kl. 08:53

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Burtséð frá kappræðum.   Tvít fíkillinn glottir sínu yfirlætis glotti að geta tekið samfélagsmiðla og fjölmiðla á taugum.    Þá tengt því að viðurkenna ekki ósigur, ef til kæmi.     Slíkt er útópía í lýðræðisríki.  Ómöguleiki í ríki sem flestir telja lengra komið þar en t.d. í Hvíta-Rússlandi. 

Ég hóta, ég ræð, ég rek er hinsvegar Donald sjálfur. Sennilega frá fæðingu.

P.Valdimar Guðjónsson, 30.9.2020 kl. 11:05

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Góður póstur :) vel greint.

Kappræðurnar voru skemmtilegar og án þess að ég dragi dám, þá hló ég tvisvar ef ekki þrisvar.

Guðjón E. Hreinberg, 30.9.2020 kl. 11:30

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kappræðurnar eru show-business. 

Ragnhildur Kolka, 30.9.2020 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband