Þriðjudagur, 29. september 2020
3 til 5 prósent launalækkun á línuna
Kórónukreppan stendur fram á næsta vor, hið skemmsta. Stjórnvöld í samráði við samtök atvinnulífsins, með litlu essi, ættu að gangast fyrir þjóðarsátt um lækkun launa.
Lækkunin gæti endurspeglað skattþrepin, 3 prósent á laun undir 350 þúsund, 4 prósent á laun á bilinu 350-650 þúsund og fimm prósent á laun þar yfir. Einfalt er að útfæra lækkun launataflna og mætti framkvæma í áföngum á 3 til 9 mánuðum.
Þjóðarsátt um launalækkun í kreppu drægi úr atvinnuleysi og skapaði traust á milli aðila. Íslendingar standa sig, heilt yfir, nokkuð vel í sóttvörnum. Nú er komið að sameiginlegri vörn gegn efnahagskreppunni.
Rangt að tala um ferðaþjónustukreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta væri betri hugmynd en að fara í verkföll til að hækka taxtana.
Gaman yrði að sjá framan í Sólveigu Önnu og Drífu ræða þetta.
Halldór Jónsson, 29.9.2020 kl. 08:46
Og mynduð þið treysta ykkur til að lifa á 305 þúsundum sem væri laun lægsta hópsins ef þessi tillaga gengi eftir ?
Flosi Eiríksson, 29.9.2020 kl. 09:42
Ég hef prófað, Flosi, að lifa á launum sem rétt dugðu fyrir samgöngukostnaði við að komast í vinnuna. Ég lifi enn.
Páll Vilhjálmsson, 29.9.2020 kl. 09:56
Gott að heyra Páll, þú gætir þá leiðbeint mínu fólki hvernig það kemst af á leigumarkaði þessa daganna í núverandi umhverfi á 305 þús. kalli, fyrir skatt. Slíkt leiðbeiningarit fyrir láglaunafók væri væntanlega ómetanlegt.
Flosi Eiríksson, 29.9.2020 kl. 10:06
Ég stóð í þeirri trú, Flosi, að almennir kjarasamningar væru einmitt þetta: almennir. Einstaklingar, aftur á móti, lifa sínu lífi á sinn hátt. Verkalýðsforingjar hafa kannski uppskrift að því hvernig fólk eigi að haga sínu lífi. Ég lifi ekki lífi annarra en get aðeins gefið þessa almennu ráðleggingu - og tek ekkert félagsgjald fyrir: Ekki lifa um efni fram.
Páll Vilhjálmsson, 29.9.2020 kl. 10:17
Það er hægt að leysa vanda þeirra lægst launuðu með einföldum hætti án þess að hafa nokkrar afleiðingar.
Koma fólki út af leigumarkaðnum, með því að nýta lífeyrissparnað til íbúðakaupa.
Fólki í eigin húsnæði hefur fækkað úr 95% Í um 70% á fáum árum sem er hið versta mál. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af hverjir komast til valda í lífeyrissjóðunum. Það eru of margir sem eru að hagnast á því að leigja fátækasta fólkinu.
Kristinn Bjarnason, 29.9.2020 kl. 10:42
Eina vörnin gegn efnahagskreppunni er að hætta henni. Það er einföld aðgerð.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.9.2020 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.