Kjarabót til láglaunafólks

Í kjarasamningum síðustu ára er þeirri röksemd beitt að láglaunafólk sé á leigumarkaði enda eigi það ekki fyrir útborgun á íbúð. Eflaust er það rétt.

Kórónukreppan veitir leigjendum kjarabót með því að leiguverð stendur í stað og jafnvel lækkar þegar engir eru ferðmennirnir að keppa við um íbúðarhúsnæði.

Hlutfallsleg lækkun á leigu hlýtur að hafa áhrif á viðræður SA og ASÍ um skynsamlega niðurstöðu í kjaramálum.


mbl.is Leiguverð hækkað mun minna en íbúðaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki röksemd að 90% þeirra sem eru á leigumarkaði séu þar óviljugir heldur staðreynd. Þeir voru spurðir og svöruðu þannig.

Það hefur engin lækkun orðið á leigu sem skiptir máli fyrir kjarasamninga. Þvert á móti hefur hún hækkað, bara ekki alveg og mikið og kaupverð íbúðarhúsnæðis, eins og segir í fréttinni. Þó ástandið á húsnæðismarkaði versni nú hægar en áður er það ekki byrjað að batna.

Þessi temprandi áhrif kórónuveirukreppunnar á leiguverð í gegnum samdrátt í ferðamannaleigu, staðfesta að það var rétt hjá stjórnvöldum að þrengja skilyrði þeirrar starfsemi og hefði í raun átt að vera löngu búið að stöðva hana til að uppfylla húsnæðisleg mannréttindi.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2020 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband