Sunnudagur, 27. september 2020
Ferðamenn koma óorði á ferðaþjónustuna
Draugfullur erlendur ferðamaður með dólgshátt í miðbæ Reykjavíkur er ein frétt. Önnur er af þrem erlendum ferðamönnum glæpsamlega innréttuðum, sem eiga að vera í sóttkví, en dunda sér við að dreifa líkamsvessum á veitingastöðum.
Sennilega eru viðurlög of væg og eftirlit of lítið með þeim ferðamönnum sem enn koma til landsins og eiga að haga sér eins og menn.
Ferðaþjónustan hlýtur að koma með tillögur um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skjólstæðingar hennar stofni lýðheilsu í hættu.
Ferðamenn brutu reglur um sóttkví í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það verður bara að losna við ferðamennina. Þá kemur auðvitað enginn óorði á ferðaþjónustuna.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.9.2020 kl. 10:43
Eru þessir svokölluðu ferðamenn ekki í leit að hæli?
Jónatan Karlsson, 27.9.2020 kl. 10:49
Kannski hefði ekki átt að hæpa næturlífið á Íslandi að því marki sem gert hefur verið í útlöndum. Fræga og fallega fólkið kemur til að taka þátt í svallinu og óbreyttur almúginn segir - ég vil líka.
Ef ekki væri fyrir jafnræðisregluna mætti sekta ferðamennina eins og fyrir utanvegaakstur, en hvað þá með alla Íslendingana sem faðmast, kyssast og slást þegar barnum lokar. Líkamsvessar þeirra eru líka út um allt.
Ragnhildur Kolka, 27.9.2020 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.