Reglur, frelsi og kæruleysi í kófinu

Sóttvarnarreglur eru virtar, segir lögreglan í Reykjavík. Í Osló er aftur kæruleysi og nýgengi smita rýkur upp. Þarna á milli liggur frelsið, að fylgja reglum til að skaða ekki samfélagið annars vegar og hins vegar að gera það sem ég vil án tillits til annarra.

Sumir í umræðunni líta svo á að allar sóttvarnir séu skerðing á frelsi. Svo er ekki. Lög og reglur þarf til að njóta frelsis. Án þeirra ríkir ástand náttúrunnar, sem er siðleysi án laga og reglna.

Lög og reglur geta kæft frelsi manna til orðs og æðis. Einkenni alræðisríkja er að ríkisvaldið skerðir athafnafrelsi einstaklinganna til að gera það úr lífi sínu sem hugurinn stendur til. 

Meðalhófið er aðalatriðið. Reglurnar þurf að vera í samræmi við aðstæður. Sameiginlegur skilningur þarf að liggja til grundvallar, annars er litið á reglurnar sem ólög.

Á Íslandi tekst að hafa sóttvarnir í því formi að allur þorri almennings sættir sig við þær. Í svokölluðum þróuðum lýðræðisríkjum austan hafs og vestan er því ekki að heilsa. Mótmæli og pólitísk ókyrrð fylgir þar glímunni við veiruna.

Það er frelsi að vera Íslendingur.

 


mbl.is Allir voru með lokað og sóttvarnir til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hefur verið hamrað á sóttvarnarreglunum í >6maanuðu. Þeir sem ekki hafa náð að tileinka sér þær munu líklega aldrei gera það. Það er því undir hverjum og einum að passa sig og lítið annað fyrir opinbert vald að gera en sætta sig við það.

Ragnhildur Kolka, 19.9.2020 kl. 11:11

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er sammála Ragnhildi Kolka. Um síðustu helgi fór ég í næstsíðasta veiðitúrinn minn þetta árið (gæsin & öndin er eftir). 

Á N1 í Borgarnesi þarf ég á klósettið og þar pissar einn við hliðina á mér sem gengur síðan beint út án þess að þvo sér um hendurnar í miðri Wuhan-veiru pestinni.

Reglur eru ágætar í þessu efni en það er miklu nær að upplýsa fólk og hvetja hvern og einn til að ástunda sóttvarnir. Um leið og Kári yfirlandlæknir og aðstoðarfólk hans Þórólfur og Alma aðstoðarfólk hans fóru að tala um að það eina sem þyrfti að gera væri að loka landamærunum, minnkaði fólk persónulega sóttvarnir. Um var að ræða falskt öryggi eins og komið hefur í ljós. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.9.2020 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband