RÚV: siðanefnd til að réttlæta siðleysi

Fréttir, sem byggðar eru á skáldskap eru siðlaust slúður. Falsfréttir, þar sem gögn eru fölsuð, eru einnig siðlausar. Samsæri fréttamanna og valdastofnana um að klekkja á fyrirtækjum og einstaklingum er handan allra siðareglna.

Siðareglur RÚV eru eins og mannréttindaákvæði í stjórnarskrám alræðisríkja. Fallegur bókstafur án merkingar.

RÚV skipar siðanefnd til að réttlæta siðferði Gróu á Efstaleiti.


mbl.is Ný siðanefnd Ríkisútvarpsins skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú hljóma ég kannski eins og Steini Briem en þegar lög um Ríkisútvarp segja að :

"Markmið [stofnunarinnar sé] lýðræðisleg umræða, menningarleg fjölbreytni og félagsleg samheldn í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.

[og að]

Veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar"

þá ætti að vera óþarfi að setja siðareglur, hvað þá siðanefnd. En hugsanlega er þessi siðanefnd bara til að fela lögleysuna sem þrífst innan stofnunarinnar..

Ragnhildur Kolka, 17.9.2020 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband