Þriðjudagur, 15. september 2020
Trump kælir vísindin
Vísindamenn, sem ekki geta sagt hver sé kjörhiti jarðar og heldur ekki hvernig veðrið verður eftir hálfan mánuð, en segjast samt vita að eftir 20 ár verði of hlýtt, og að það sé endanleg niðurstaða vísinda, stunda ekki vísindi heldur pólitíska spámennsku.
Trump forseti kælir heimsendaspámennsku í nafni vísinda. Heimsendaiðnaðurinn veltir milljörðum dollara og ógrynni alþjóðlegra embættismanna lifir góðu lífi í skjóli hans, líkt og prelátar kaþólsku kirkjunnar á miðöldum.
Trump er í hlutverki barnsins í ævintýrinu um klæðalausa keisarann. Á henni jörð hlýnar og kólnar á víxl án þess að mannshöndin komi nærri. Augljóst öllum, - nema þeim sem eru fangar pólitískrar heimsendaspámennsku.
Það mun byrja að kólna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvert er kjör-hitasitig jarðar í þínum augum Páll?
Myndum við t.d. vilja að það væru alltaf 24 gráðu hiti
allsstaðar á jörðinni allan ársins hring?
Jón Þórhallsson, 15.9.2020 kl. 07:50
"Trump er í hlutverki barnsins í ævintýrinu um klæðlausa keisarann".
Þarf nokkru við að bæta?
Hörður Þormar, 15.9.2020 kl. 11:35
Reglugerðarfargan Kaliforníuríkis í tengslum við umhverfisvernd hefur lagt skógarhöggsiðnaðinn í rúst og um leið skógarumhirðu. Þetta á ekki bara við um opinbert land, sjálfstæðir bændur sem vilja viðhalda góðri skógarumhirðu á sínu landi þurfa að hlíta svo íþyngjandi regluverki að það er þeim nánast ógerlegt. Ágæt umræða um þetta mál á
https://wattsupwiththat.com/2020/09/14/gavin-newsoms-exceedingly-ignorant-climate-claim/
þar kemur fram að hitastig hefur ekkert verið að hækka í ríkinu eins og ríkisstjórinn heldur fram og eldar tengjast ekkert hitastigi jarðar eins og hann fullyrðir.
En Stöð2 og RÚV nota orðahnippingar milli hnatthlýnunar-trúboða og Trump á fundi, þ.s. Trump er að leggja fram fjármuni til að hjálpa Kaliforníu að takast á við umhirðuvandann, til að promotera Trump-heilkenninu sem ríður þar húsum.
Ragnhildur Kolka, 15.9.2020 kl. 13:23
Tek undir með Ragnhildi.
Benedikt Halldórsson, 15.9.2020 kl. 13:41
57% skóglendis í ríki Kalifornínu er rekið af Alríkíkisstjórninni.
Þetta ættu Trump-elskendur að vita, svona áður en lengra er haldið.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 15.9.2020 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.