Miðvikudagur, 9. september 2020
Veiðiferð skipulögð af RÚV
RÚV, með klækjum og e.t.v. hótunum, atti Seðlabankanum á foraðið þegar bankinn gerði húsleit hjá Samherja 2012.
Fréttamaður RÚV bar fölsuð gögn til Seðlabankans, sem týndust, en þegar þau komu í leitirnar sögðu þau allt aðra sögu en RÚV vildi segja.
Saga RÚV var á þá leið að Samherji skyti gjaldeyri undan höftum. Týndu gögnin, sem síðar fundust, sneru aftur að skiptaverði til sjómanna og höfðu ekkert með gjaldeyrisskil að gera.
RÚV þurfti húsleit hjá Samherja til að búa til frétt - búa til í merkingunni skálda frétt - og af óskiljanlegum ástæðum lagði Seðlabankinn trúnað á gagnafölsun RÚV.
Kannski sveif yfir vötnum hótun RÚV að gera frétt um að Seðlabankinn tæki þátt í yfirhylmingu á glæpum. Á árunum eftir hrun voru stofnanir skíthræddar við RÚV. Í beinu framhaldi af fréttherferð RÚV-ara fylgdu yfirleitt skipulögð mótmæli á Austurvelli. Í beinni útsendingu RÚV - auðvitað.
Samherji hafi orðið fyrir margföldu tjóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
RÚV hefur verið gróflega misnotað í pólitíkum tilgangi síðan ég fór að fylgjast með fyrir mjög mörgum átatugum síðan.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.9.2020 kl. 20:51
RÚV er málgagn betri borgara sem trúir í hjartans einlægni á eigið ágæti, að þeir séu gáfaðri, víðsýnni og siðaðri en hinir til hægri. En hvernig er hægt að vita það? Jú, með því að góna á hina alla daga, í leit að "sönnunum" sem gerir þá betri í samanburði.
Ef hinir standa sig illa gleðjast betri borgarar og hæðast að heimskingjunum. En þegar hinum gengur vel líður gónurunum illa - eða þar til RÚV kemst að þeirri niðurstöðu að velmegunin sé stolin.
Benedikt Halldórsson, 9.9.2020 kl. 21:22
Heimir, þú átt líklega kollgátuna í þetta sinn.
Enda stofnunin farið mjög illa á þeirri stjórn sem ALLIR menntamálaráðherrar Sjálfsstæðisflokksins, í umboði kjósenda FLokksins hefur mátt búa við síðan á vordögum ´83, að þrem menntamálaráðherrum undanskildum.
Alls ekki boðlegt.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 9.9.2020 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.