Þriðjudagur, 8. september 2020
RÚV segir Namibíu Úkraínu
RÚV kallaði norska bankann DNB til vitnis um að Samherji stundaði arðrán í Namibíu. Reikningi alþjóðlegs félags, Cape Cod, var lokað hjá DNB en Samherji átti í viðskiptum við félagið.
Ályktun RÚV er að ástæða lokunar reikningsins sé Samherji. Í alræmdum Kveiks-þætti var skjalið sýnt sem átti að sanna rökleiðsluna á Efstaleti.
En sé skjalið lesið kemur fram að reikningi Cape Cod var lokað vegna viðskiptaþvingana er beitt var vegna deilna Rússa og vesturlanda um Úkraínu.
Namibía er sem sagt ríki í Afríku en Úkraína er í Austur-Evrópu. En hvað skiptir landafræði og sannleikur máli þegar RÚV-arar eru í heilagri herferð gegn norðlenskri útgerð.
,,Illvilji eða yfirsjón," segir forstjóri Samherja.
Athugasemdir
RÚV er stofnun vinstrimanna sem allir landsmenn þurfa að fjármagna. Vinstri menn hafa alltaf verið sérfræðingar í að rífa niður en eru ekki góðir í að byggja upp. Þeir eru virkilega að færa sig upp á skaftið með að ráðast á einn af máttarstólpum landssins. Það er ekki bara að þessi stofnun rífi til sín gífurlega fjármuni heldur er líka þess valdandi að það er verið að ríkisvæða frjálsa fjölmiðla. Er ekki nokkur leið að loka þessari stofnun?
Hvar endar þetta?
Kristinn Bjarnason, 8.9.2020 kl. 12:02
bara selja sjoppuna, þá er ENGINN ríkisstyrktur og allir sitja við sama borð.
Emil Þór Emilsson, 8.9.2020 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.