Miðvikudagur, 2. september 2020
Stórsigur ríkisstjórnarinnar
Meginþorri almennings styður sóttvarnir yfirvalda. Þær eru líka byggðar á bestu manna yfirsýn, sem er þríeykið.
Stjórnvöld víða um heim eru í stórkostlegum vandræðum með að finna meðalhófið í sóttvörnum. Ísland er í sérflokki með víðtækan almennan stuðning við stefnu stjórnvalda.
Hugsum hlýlega og með þakklæti til Katrínar, Bjarna, Sigurðar - og til Þórólfs, Ölmu og Víðis.
Almenn ánægja með sóttvarnaaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Folki finnst þægilegt að láta aðra taka ákvarðanir fyrir sig.
Ragnhildur Kolka, 2.9.2020 kl. 16:28
Ég hugsa hlýlega og með þakklæti og virðingu til Þórólfs, Ölmu og Víðis.
Þríeykið okkar sem hafa staðið í fremstu víglínu, unnið sleitulaust við að berja inni í hausinn á landanum hvað þessi ósýnilega veira er hættuleg, til hinna ber ég engar sérstakar tilfinningar.
Birna Kristjánsdóttir, 2.9.2020 kl. 17:25
Já,og gott að eiga Kára,- - meðan Íslendingar almennt þola pólitíkskum ráðherrum að stjórna eins og þeir væru kosnir af ESB/belti og braut.
Helga Kristjánsdóttir, 2.9.2020 kl. 17:32
Alltaf samt skrítið að Kári skyldi ekki fá
fálkaorðina. Hann bauð sig fram meðan hinir
gerðu vinnu sína.
Sigurður Kristján Hjaltested, 2.9.2020 kl. 18:26
Já, það er ekk til nógu stór orða á Kára Siggi vinur
Halldór Jónsson, 2.9.2020 kl. 18:32
Já, biðjum Guð að blessa ráðamenn okkar svo við getum átt friðsamlegt og gott líf. Ég held nú samt að þessi veira réttlæti nú ekki alla þá auknu miðstýringu og stjórnræði og hundruða milljarða fjárhagstjón og efnahagshrun og atvinnutjón þúsunda manna (heilsutjón fylgir atvinnumissi) sem aðgerðunum ríkisstjórnarinnar fylgja. Seinni bylgjan virðist mun vægari og meðalaldur látinna er varla hærri en meðal lífaldur þjóðar og ekki hefur verið gefið út hve hátt hlutfall dó eingöngu úr Covid. Ég gæti trúað að þá megi telja á fingrum annarrar handar. Ef samræmis væri gætt í mati mannlegs lífs ætti ríkið að eyða fleiri hundruð milljörðum árlega í heilbrigðisþjónustu.
Guðjón Bragi Benediktsson, 2.9.2020 kl. 18:33
Eg finn ekkert þaklæti til hrinlandastjórnar kötu ,Hin eru bara vinna vinnuna sina En það er Kári sem hefur reddað málunum !
rhansen, 2.9.2020 kl. 23:51
Já Kári stendur svo sannarlega uppúr og á heiður skilið.
Þó hann hafi ekki fengið Fálkaorðuna þá virðir þjóðin hann mikils.
Ég hef ekki heyrt neitt neikvætt tal um Kára þvert á móti er honum hyglað og er virtur af almenningi.
Hann á það svo sannarlega skilið.
Birna Kristjánsdóttir, 3.9.2020 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.