Ísland og sóttvarnir í rauntíma

Sóttvarnir í stórum þjóðríkjum s.s. Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi eru flóknar og tímafrekar. Sóttvarnir hér á landi eru nær rauntíma.

Á meðan stórþjóðirnar draga upp áætlanir marga mánuði fram í tímann með tilheyrandi óvissu eru aðstæður á Íslandi þannig að áætlanir geta miðast við fáeinar vikur. Bæði er það fámennið og landafræðin, Ísland er eyja, sem auðvelda aðgerðir.

Spurningin sem yfirvöld í öllum ríkjum glíma við er sú sama. Hvert er jafnvægið á milli sóttvarna og heilbrigðs samfélags? Of litlar sóttvarnir geta leitt til veikinda og dauðsfalla en of miklar til margvíslegra félagslegra vandamála s.s. atvinnuleysis, félagslegrar einangrunar, fátæktar og fleiri einkenna óheilbrigðs samfélags.

Svarið við spurningunni breytist eftir því sem faraldurinn sem kenndur er við kórónuveiruna þróast. Ekkert eitt rétt svar er til, heldur háð aðstæðum og nýgengi smita hverju sinni.

Í umræðunni um sóttvarnir á Íslandi fer lítið fyrir þeirri staðreynd að við getum brugðist við þróun farsóttarinnar hraðar og með skilvirkari hætti en flest önnur ríki. Tökum þessa staðreynd með í reikninginn og verum bjartsýn á að fyrr heldur en seinna létti farsóttinni.

 

 

 


mbl.is Skýrslu sem bendir til 85.000 dauðsfalla lekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er komið út í algjört rugl hérna. Kári Stefánson er allt í einu sá sem öllu ræður. Maður sem er ekki hægt að segja að sé í andlegu jafnvægi. Hann hefur líf þjöðarinnar og afkomu hennar í hendi sér núna og allir bugta sig og beygja fyrir þessum vitfirringi.

Eins og er, er ekkert að. Örfáir með slæmsku en samt er ástandið nú vænisjúkara og vitfirrtara en í vor þegar þetta var í hámarki. Menn eru orðnir drukknir af vældum og vaða um á powertrippi og kynda undir skelfingu og ótta, sem á sér engan fót í veruleikanum. þeir sem eru kjörnir til að leiða þjóðina eru óuppdregnir hryggleysingjar sem breiða bara uppfyrir haus. Sóttvarnarlæknar taka gítarsóló í sjónvarpssal og Kata slær upp danssýningu á feisbúkk. 

Finmst engum komið nóg?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.8.2020 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband