Sunnudagur, 23. ágúst 2020
Trumparar en engir Bidenar
Menn eru sagðir Trumparar fylgi þeir stefnu eða hugmyndum sem má rekja til sitjandi forseta Bandaríkjanna. Ekki er um heildstæða hugmyndafræði að ræða, - til þess er nafngjafinn of óútreiknanlegur.
Engin hætta er á að til verði sambærilegt fyrirbrigði fari svo að Joe Biden sigri 3. nóvember.
Biden er elliært gamalmenni sem veit ekki hvað snýr upp og hvað niður hér í heimi.
Eiginlega yrði áhugaverðara fyrir pólitíska umræðu á heimsvísu að Biden næði kjöri. Tímanna tákn kalla á að forseti stórríkisins sé fremur hælismatur en hugmyndaríkur vinnualki.
Systir Trump kallar hann grimman lygara án gilda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Engin hætta á að hópur myndist um Biden, því þeir sem hann kjósa eru að kjósa gegn Trump ekki með honum.
Ragnhildur Kolka, 23.8.2020 kl. 13:01
Síðasta hluta komandi kjörtímabils verður Donald Trump jafn gamall og eftir það eldri en "elliæra gamalmennið, hælismaturinn" og vitskerti) (" veit ekki hvað snýr upp né niður") auminginn Joe Biden yrði ef eða þegar hann tæki við embættinu.
Í lok næasta kjörtímabils yrði Trump sem sé ekkert af þessu, heldur "hugmyndaríkur vinnualki"?
Ómar Ragnarsson, 23.8.2020 kl. 16:59
Elliglöp eru ekki alveg aldursbundinn. Sumir verða delerandi upp úr sextugu, nefni engin nöfn.
Engin merki enn um elliglöp Trump, en Biden er ekki af jafn góðu upplagi. Það er hreint sorglegt að horfa uppá hann.
Kratar ærðust af fögnuði yfir ræðu Biden án þess að geta rifjað upp sem sagt var. Bara það að hann bögglaðist skakkafallalítið í gegnum tíu mínútur var fagnaðarefnið eitt og sér.
Það var annars annað afrek sem minna er talað um, en það er að geta gengið á súðum í heilar tíu mínútur án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. Þorgerður Katrín mætti jafnvel vera stolt af því þótt hún sé óskráður heimsmeistari í greininni.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.8.2020 kl. 23:13
Kolka virðist ekki hafa skilið hvernig Trump komst til valda síðast, það var þá þannig ef einn vildi ekki hafa þáverandi "valdaelítu", þá ætti sá hinn sami að styðja Trump.
Þó svo að færri hafi kosið Trump þá en sem tapaði sömu kosninug.
Trump er svo algerlega búinn að sýna fram á vanhæfni sína sem leiðtogi allra í því ástandi sem ríkir nú í USA.
Hlýtur að vera veikleikamerki fyrir stuðningsmenn Trump og þá Kolku og höfund þessarar síðu, að það jafnt á með þeim komið í sjálfu Texas ef e-ð er að marka kannanir.
Trump verður undir í nóv.
Biden er langt í frá að vera frábær, samt betri kostur en Trump.
Segir þá allt um Trump.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.8.2020 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.