Opinbera rannsókn á RÚV

RÚV stundar aðfarir að fyrirtækjum og einstaklingum án heimilda. RÚV leggur fram ásakanir sem ekki eru studdar neinum gögnum er sakborningar geta brugðist við.

Þetta gerðist í Samherjamálinu og þegar Panamaskjölin svokölluð voru tilefni aðfararinnar.

Með framferði sínu veldur RÚV fyrirtækjum fjárhagstjóni og einstaklingum miska.

RÚV er opinber stofnun á fjárlögum íslenska ríkisins. 

Það er ótækt að opinber stofnun grafi skipulega undan þeirri meginreglu réttarríkisins að þeir sem opinberlega eru sakaðir um lögbrot og spillingu fái ekki tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Sakborningum er ókleift að bregðast við heimildalausum ásökunum.

Ríkisvaldið ber ábyrgð á RÚV. Það er ríkisvaldsins að rannsaka og komast að niðurstöðu um hvers vegna RÚV stundar vinnubrögð sem eru í algerri andstöðu við meginreglu réttarríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vel að orði komist Páll.

En. Hið opinbera er DDRÚV þannig að það gæti reynst erfitt að ríkið sé látið rannsaka DDRÚV. Stjórnmálamenn eru þar innsti koppur í búri í bókstaflegum skilningi þess orðs; þeir halda um peningapung DDRÚV. Ef þeir banka ekki réttan kóða á dyrnar hjá DDRÚV, þá sturtar DDRÚV samstundis þvagi sínu yfir þá út um alla útsendingarglugga, nema náttúrlega þá stjórnmálamenn frá ríkinu sem koma með fleiri peninga ofan í stofnunina.

Þeir einu sem mér dettur í hug að séu óháðir ríkinu og þar með DDRÚV, eru Morgunblaðið og Sjávarútvegurinn. Hvað með að láta rannsóknarblaðamenn Morgunblaðsins rannsaka rannsóknarblaðamenn DDRÚV og stofnunina alla?

PS; síðan verður að hafa í huga ferðakostnaðinn frá Lækjargötu upp í Hinstaleyti. Hann gæti hæglega numið milljörðum króna. Þarna verða menn að gæta ýtrustu varavarúðar, annars er jafnvel úti um þá.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.8.2020 kl. 11:30

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

78% af dagskránni á rúv er annaðhvort  sóðalegar glæpamyndir án boðskapar, viðtal við aumingja vikunnar, einhverskonar fíflagang

eða heilaskemmandi teiknimyndir.

=Fátt sem að leiðir til framþróunar.

Fólk þarf að fara að átta sig á að það eru til ill öfl sem að kalla sig ILLUMANATI og þau sérhæfa sig í að framleiða heilskemmandi sjónvasrpsefni

sem að lemur niður greindarvísitölu þjóða og gerir þær að hálvitum, aumingum

og sjúklingum innanfrá án þess að fólk átti sig á því sjálft: 

Hérna getið þið séð hvernig þeim starfa: 

https://www.facebook.com/thealmightyjah/videos/547106685653876/

---------------------------------------------------------------------------

Kvikmyndin "THEY LIVE" lýsir þessu best: 

https://www.youtube.com/watch?v=UK8MJVQVRo8&feature=emb_logo

Jón Þórhallsson, 22.8.2020 kl. 15:47

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Stríð framtíðarinnar mun ekki vera sprengjuflugvél

sem að kemur óvænt inn í lofthelgi þjóða til að eyðileggja innviði.

Stríð framtíðarinnar munu öll snúast um SÁLFRÆÐI-HERNAÐ

í gegnum sjónvörp og menningarstjórnun.

=Stöðugt er alið á rugli ótta og ringulreið

og glæpaþættirnir koma á færiböndum inn á rúv; allir með sama þemað.

Markmiðið er að auka á ringulreiðina.

Jón Þórhallsson, 22.8.2020 kl. 17:15

4 Smámynd: FORNLEIFUR

RÚV gerði ekkert rangt í Samherjamálinu. Í Panamamálinu unnu menn líka eðlilega. Miðað við skítaflibbana sem voru afhjúpaðir. Fólk gleymir ekki eins fljótt og þið í öfgaíhaldinu - en þið þurfið vafalaust á Alzheimer-light að halda.

FORNLEIFUR, 22.8.2020 kl. 17:47

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fornleifur hugsar með rassgatinu eins og fyrri daginn. Ef við settum inn gyðinga í stað Samherja í texta Fornleifs væri helförin allt í sóma.

Páll Vilhjálmsson, 22.8.2020 kl. 20:10

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver á að framkvæma þessa rannsókn? Fjölmiðalanefnd?

Þorsteinn Siglaugsson, 22.8.2020 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband