Sjálfstæðismenn leiða prinsippumræðu

Hversu víðtækar heimildir hafa stjórnvöld til að hefta frelsi einstaklingsins, t.d. um frjálsa för, á tímum farsóttar? Og hversu alvarleg ógn er kórónaveiran?

Þetta eru spurningar sem tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vekja máls á.

Til þessa hefur umræðan fremur snúist um félagslega og efnahagslega hagsmuni, s.s. lokun skóla, aflýsingu menningarviðburða og rekstur ferðaþjónustu.

Umræða um meginreglur, prinsipp, er af hinu góða. Veruleikinn hefur tilhneigingu til að reisa meginreglum skorður.

Í grófum dráttum skiptist í tvö horn með veruleika seinni bylgju kórónufarsóttarinnar. Í einn stað að hún sé álíka alvarleg og fyrri bylgjan, og því verði að grípa til víðtækra ráðstafana til að hemja útbreiðslu. Í annan stað að seinni bylgjan sé vægari, valdi færri alvarlegri veikindum.

Tíminn, trúlega næstu 2-4 vikur, leiðir í ljós hvort of mikið hafi verið gert úr seinni bylgju faraldursins.

Önnur meginregla, að þegar líf fólks er í húfi skuli ekki lagt á tæpasta vað, má kalla varfærnisreglu. Hún er ráðandi sjónarmið sóttvarnaryfirvalda. Það er skynsamleg regla. Við búum í samfélagi og samfélög lúta reglum. Annars er ekkert samfélag.


mbl.is Umræðan færist inn í þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Veiran hlýtur að vera alvarleg fyrst að þeir sem leiða umræðuna gegn sóttvörnum fara rangt með alvarleik hennar, þá býr eitthvað annað undir en prinsippið.

Vel mælt, dregur fram kjarna málsins.

"Við búum í samfélagi og samfélög lúta reglum. Annars er ekkert samfélag.".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2020 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband