Laugardagur, 15. ágúst 2020
RÚV-Helgi, Seðlabankinn og samsærið
Helgi Seljan og Kastljós RÚV vissu sem var að Excel-skjal Verðlagsstofu skiptaverðs með hráum aflatölum var ekki ekki næg heimild fyrir frétt um meint lögbrot Samherja um gjaldeyrisviðskipti.
Helgi fór fyrst til skattayfirvalda með tölurnar sínar en var vísað frá. Seðlabankinn, sem var nýkominn með heimildir til að rannsaka og útskurða um meðferð gjaldeyris, féll aftur fyrir bragði Helga og Kastljóss.
Mögulega hefur Helgi gefið til kynna að ef Seðlabankinn spilaði ekki með yrði gerð frétt um hve bankinn sinnti gjaldeyriseftirliti slælega.
Þegar Seðlabankinn beit á agnið var gert samkomulag milli Kastljóss og bankans að RÚV fengi að vita hvenær húsleit yrði gerð hjá Samherja.
Um leið og RÚV hafði myndefnið af húsleitinni gat Kastljós farið með ónýta heimild í lofið og borið sakir á Samherja. Húsleitin skapaði bæði dramatík, gott sjónvarp, en gaf einnig faglega réttlætingu á birtingu efnis sem stóðst ekki skoðun.
Kastljósþátturinn var sendur út að kveldi þess dags þegar húsleitin fór fram.
Helgi flaggaði í sjónvarpinu tölunum og kallaði þær skýrslu en það var uppspuni, lygi. Í málaferlunum, sem risu af húsleitinni, var Samherji sýknaður í Hæstarétti.
Það blasir við að tvær opinberar stofnanir, RÚV og Seðlabanki Íslands, stóðu að samsæri gegn fyrirtæki.
Ef þetta kallar ekki á opinbera rannsókn er réttaröryggi lýðsveldisins stórlega ábótavant.
Athugasemdir
Af hverju er skiptaverð svona mikið lægra hér en í nágrannalöndunum?
Guðmundur Böðvarsson, 15.8.2020 kl. 14:24
Alltaf orðar þú staðreyndir vel.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.8.2020 kl. 16:01
Og Heimir veit sínu viti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.8.2020 kl. 00:49
Ómar Geirsson er hvers mann yndi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.8.2020 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.