Hliðarveruleiki Stefáns og Helga á RÚV

Vörn RÚV í stóra skýrslufölsunarmálinu er að birting í sjónvarpi á gögnum (skýrslum, minnisblöðum, Excel-skjölum og öðru slíku) jafngildi því að gögnin séu lögð fram.

Svo er ekki. Þegar sýnd er hreyfimynd af pappírum á sjónvarpsskjá í fáeinar sekúndur þá er ekki verið að leggja gögn fram. Það er verið að blekkja fólk og telja því trú um að sjónvarpið, RÚV í þessu tilfelli, hafi lögmætar heimildir.

Stóra skýrslufölsunarmálið er að RÚV falsaði og blekkti; sagði að til væri skýrsla sem ekki var tilfellið.

Hliðarveruleiki Stefáns útvarpsstjóra og Helga Seljan, að hreyfimynd í sjónvarpi sé æðri hlutlægum veruleika, undirstrikar hve Efstaleiti er úr öllum takti við hversdagslegan reynsluheim.


mbl.is Ekki enn svarað erindi Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Það voru sumir sem sáu gögnin lengur en augnablik. Hinsvegar alvöru mál að breyta skýrzlu sem er ekki til..

Guðmundur Böðvarsson, 13.8.2020 kl. 15:51

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

RÚV er hlut-hlægileg stofnun. 

Nánast allir sem stjórna menningunni - og RÚV - eru til vinstri í pólitík. Þegar allir eru sammála og búið er að hasta "óvinina" á brott úr húsum menningarinnar er ekkert til að berjast fyrir - tekur geðveikin við.

Í skjóli "samtöðu" gegn ímyndaðri hættu; að hægri menn (nasistar) séu að undirnúa árás og innrás eins og marsbúar sem Orson Welles stjórnaði, gegnir RÚV lykilhlutverki í að vara við innrás. Með sinni útgáfu af Enigma geta þeir lesið hugsanir og séð skjöl sem ekki eru til.

Á Íslandi þykir ekkert að því að rithöfundar og ofvitar sem tekið er mark á séu pólitískir - ef þeir styðja einhvern valinkunnan vinstri kerfisflokk. Með bundið fyrir annað augað og lokað fyrir hálfan heilan, ábyrgjast þeir sinn söfnuð og sitt RÚV fyrirfram - sama hvað.

Benedikt Halldórsson, 13.8.2020 kl. 20:04

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

RUV er með sína eigin hugmyndafræði og hugtakaskilgreiningar líkt og fleiri

"Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að forðast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“" - Benedikt Jóhannesson

Grímur Kjartansson, 14.8.2020 kl. 07:42

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Benedikt Jóhannesson hefur skyggnigáfu eldklerka sem þekktu einkenni Satans í fari fólks. 

Benedikt Halldórsson, 14.8.2020 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband