Fyrirmynd Íslands: Nýja-Sjáland eða Svíþjóð?

Á Ísland að loka landamærunum eins og Nýja-Sjáland til að verjast farsóttinni eða hafa þau opin eins og Svíþjóð láta lífið ganga sem mest sinn vanagang?

Eftir að smit kom upp í Nýja-Sjálandi voru settar á víðtækar hömlur til að uppræta farsóttina á nýjan leik. Þetta er einn ókostur lokaðra landamæra. Þau eru ekki smitheld.

Svíar fengu skömm í hattinn fyrir að grípa ekki til nógu víðtækra lokana. En núna eru Svíar af sumum, t.d. dálkahöfundi Telegraph, krýndir sigurvegarar kófvitsins.

Engin ein farsóttarvörn er til fyrir heilt samfélag. Kostir og gallar fylgja hvortveggja leið Nýja-Sjálands og Svíaríkis.

Við ríkjandi aðstæður er ágætt að hafa gullvæga reglu í huga.

Meðalhófið.


mbl.is 14 ný smit á Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Ef Boris hefði ekki verið svag fyrir kenningunum og hjarðhegðun, og gripið inn viku fyrr, þá hefði líklegast verið hægt að bjarga 20.000 mannslífum, hefði hann ekki gripið inní þá var áætlað mannfall 200.000.

Það er eitt að afneita hlýnun jarðar Páll, annað að mæra frjálshyggjumenn sem leggja til fjöldamorð.

Á Nýja Sjálandi er dánarhlutfallið 18 per milljón, í Svíþjóð 577, þó illa sé talið, og í Bretlandi 608, en hefði verið 4-5 sinnum það ef haldið hefði verið á sömu braut.

Þér finnst það kannski alltí lagi, en ekki þeim sem dóu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.8.2020 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband