Engin skýrsla, heldur Excel-skjal, sem Helgi rangtúlkaði

Helgi Seljan sagði ósatt þegar hann sagðist vera með skýrslu Verðlagsstofu skiptaverð er sýndi lögbrot Samherja í útflutningi á karfa. Helgi var með í höndunum tölfræðigögn, Excel-skjal, sem fór með á milli ríkisstofnana til að fá þær til að rannsaka Samherja.

Skattrannsóknastjóri gerði RÚV-Helga afturreka með tölfræðina. Seðlabankinn beit á agnið og hóf rannsókn sem kostaði fyrirtækið og ríkissjóð töluvert margar milljónir. Samherji var sýknaður.

Dómskerfið hafnaði Tölfræði-Helga sem enga hafði skýrsluna.  En strákurinn á Hinstaleiti situr við sinn keip. Víst er Samherji stórspillt fyrirtæki sem braut lög um gjaldeyri.

Yfirstjórn RÚV, samtök blaðamanna og vinstrimenn, a.m.k. margir hverjir, styðja rannsóknablaðamanninn sem, að eigin sögn, sbr myndband, ,,gúgglaði" sig fram til niðurstöðu sem byggði ekki á skýrslu heldur tölfræði sem Helgi skildi ekki.

RÚV ber ábyrgð á Helga og vinnubrögðum hans. Almenningur ber tvöfaldan kostnað. RÚV og Helgi eru á framfæri almennings og samfélagið verður verra að búa í þegar óþokkar bera sakir á saklaust fólk.


mbl.is „Excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Er ekki alveg bráðfín lausn að selja samherja bara rúv?

Þá erum við lausir við allt þetta vesen, fáum pening í ríkiskassan og losnum við ríkisúgjöld.

Emil Þór Emilsson, 12.8.2020 kl. 20:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Karfinn var 0.1% af útflutningi Samherja. Skiptir það engu máli hjá Helga?

Halldór Jónsson, 13.8.2020 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband