Konan sem bjargar ekki Helga Seljan

Engin skýrsla er til hjá Verðlagsstofu skiptaverðs sem rennir stoðum undir ásökun Helga Seljan á RÚV um að Samherji hafi brotið lög með því að selja karfa á undirverði til dótturfélags. En það var sú ásökun Helga sem hratt úr vör rannsókn Seðlabankans á gjaldeyrismisferli.

Helgi getur ekki lagt fram skýrsluna og enginn á Verðlagsstofu skiptaverðs kannast við að skýrsla með þessu efni hafi verið samin.

Hvað gerir Helgi Seljan? Jú, hann skáldar upp heimildarmenn - í fleirtölu - að skýrslunni, sem ekki er til, og segist hafa ,,átt við" gögnin til að ljóstra ekki upp nöfnum heimildarmanna.

Hmmm.

Verðlagsstofa skiptaverðs gerir ekki skýrslu en Helgi er með nafnlausa heimildarmenn sem segja jú, víst er til skýrsla frá þessari stofnun um karfaverð Samherja til dótturfélags.

Fyrst skáldar Helgi upp skýrslu, síðan leyndó heimildarmenn. Og ekki linnir hugarburði fréttamannsins.

Í upptöku af frásögn Helga um skýrsluna segist hann vera með undirritaða skýrslu ,,af þessari konu, sko". Sjá myndband 6:06.

,,Þessi kona" getur ekki verið nafnlaus heimildarmaður fréttamannsins því hún er undirritaður höfundur skýrslunnar sem ekki er til - samkvæmt frásögn Helga.

Ósvífni krúttpjakkurinn á Hinstaleiti skáldar upp skýrslur, heimildamenn og konur. En við eigum sem sagt að trúa að fréttir Helga Seljan séu byggðar á traustum heimildum.

 

 

 

 


mbl.is Afmáði upplýsingar til verndar heimildamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er bara sturlað fólk á rúv.

Lög og rök skipta þau engu máli lengur  þau lifa bara í eihvejum gerfiheimi sem á ser enga stoð lengur í raunveruleikanum.

Guðmundur Jónsson, 12.8.2020 kl. 09:52

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Magnað hvað menn eru fljótir að taka afstöðu í þessu máli. Ekki hef ég hugmynd um hvað er satt eða logið í þessu máli.

Sigurður I B Guðmundsson, 12.8.2020 kl. 11:19

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Já,  Sigurður I B  fréttastofa rúv var ekki lengi að finna bófana.

Guðmundur Jónsson, 12.8.2020 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband